Skírnir - 01.01.1915, Qupperneq 139
Bjartsýni og svartsýni.
13!)
Æömu ferð sem annar kom úr með kalda skugga, ömur-
iega reynslu um vonsku mannanna og illkvitni atvikanna.
Báðir gengu um sama völlinn með tínukerin sin, en ann-
ar hirti bcrin, hinn spörðin. Og hvor um sig má
sjálfum sér þakka eða kenna það sem hann fann, því
hvorttvcggja var fyrir hendi.
Vér sjáutn þá á þessu, að það er í rauninni rangt að
spyrja hvor hafi réttara fyrir sér, bjartsýni maðurinn eða
svartsýni maðurinn. Þeir hafa báðir jafnrétt fyrir sér, að
þvi leyti sem hvor um sig segir aðeins hvað h a n n haíi
fundið. Reynsla beggja er jafngild, jafnsönn fyrir hvorn
þeirra um sig, svo langt sem hún nær: Svona hefir þeim
reynst að lifa. En þegar við vitum hvernig á því stend-
ur, að þeirn reyndist lífið svona misjafnt, þegar við vitnm
að þeir íundu sitt hvor af því að sinn leitaði að hvoru,
þá vaknar ný spurning, og hún er þessi: Hvorterbetra
að vera bjartsýnn eða svartsýnn, eða hvort ætti maður
heldur að vera, ef slíkt er manni með einhverjum hætti
í sjálfsvald sett?
Svarið liggur opið fyrir. Það fer eftir því, hvort þér
þykir betra að finna ljósið eða myrkrið, gleðina eða sorg-
ina, berin eða spörðin. Ef þú vilt finna hið bjarta, hið
fagra cg góða, þá leitaðu alstaðar að því. Að vera bjart-
sýnn er að leita að ljósinu og vera næmur fyrir því, vera
fundvís á það. Að vera svartsýnn er að leita að skugg-
unum, vera fundvís á þá. En þetta má temja sér eins og
annað. Hæíileikarnir, upplagið er að visu mismunandi.
Sumir eru, eins og eg tók fram í upphafi, hneigðari í
aðra þessa stefnu en hina, en eins og sá sem heflr lítið
söngeyra getur með ástundun orðið næmari á tóna og
tónasambönd, eins er með þetta I öllum efnum má bæta
nokkuð hæfileika sína ef þeim er vel beitt. Ef við þess
vegna trúum því, að
„glöðum er betva
eu glúpnanda
bvat sem at bendi kemr“
þá verður það bein skylda okkar að temja okkur glögg-
skygni á alt það sem gleður og hressir, temja okkur
bjartsýni.