Skírnir - 01.01.1915, Page 141
Bjartsýni og svartsýni.
141
d. hús vcrða reist, tún sléttað, vegur lagður, eða nokk-
ur uppgötvun gerð, ef ekki væri trúað á það fyrirfram,
að þetta mætti takast. Mörgum hefir tekist það sem aðr-
ir vantreystu honum til, fyrir það að hann treysti sér
sjálfur. Hins vegar hefir oft maður reynst vel fyrir það
eitt að aðrir væntu þess af honum. Jafnvel fantur getur
reynst drengur þeim sem fölskvalaust treystir honum; og
hver maður sem nokkur taug er i, finnur að traust annara
leggur honum því helgari skyldur á herðar sem það er
óverðskuldaðra. Þannig reynist trúin á hið góða lyfti-
stöng til að hefja lífið á hærra stig.
Vantraustið, svartsýnið, er eins og farg eða martröð á
brjóstum manna. Það lamar framkvæmdaþrótt þess sem
elur það, og hann sýkir aðra út frá sér, því mennirnir eru
svo gerðir, að þeir trúa oftast ósjálfrátt er þeir sjá trúna
i augum eða atburðum annara, en vcrða vondaufir af að
sjá vonleysið á öðrum.
Bjartsýnið er hvarvetna vottur um lífsþrótt og heil-
brigt líf. Við verðum að sama skapi bjartsýnir sem við
erum vaxnir þeim kröfum er lífið gerir til okkur. Bjartsýnið
er skoðunarháttur hins hrausta og hugprúða, sem aldrei
æðrast. »Þat skaltu vita, at enn lifa hendr Hrólfs, þó
fætrnir sé farnir«, er þeirrar ættar. Og kenning forfeðra
•okkar var:
„Glaðr ok reifr
skyli gumna hverr,
unz sinn bíðr bana“.
Guðm. Finnbogason.