Skírnir - 01.01.1915, Side 145
Kopernikus.
145
Bústað fekk hann að óskum í turni í borgarmúrnum og
var þaðan víðsýni mikið. Þar gat hann gert athuganir
sínar i hezta næði, en svo stóð eigi lengi, að eins 4 ár,
þá lenti hann aftur í umsvifum og ónæði og annarlegum
störfum, því að 1516 sendu kórsbræður hann til hallar
þeirrar, er Allenstein hét, og átti hann að vera þar léns-
maður yíir eignum dómkirkjunnar, en dómkirkjan átti ná-
lega þriðjung allra jarða í biskupsdæminu, en jarðeignir
þessar lágu fjarri dómkirkjunni umhverfis Allensteinhöll.
Kopernikus átti að vera lénsmaöur yfir jörðum þessum,
stýra fjármálum öllum og vera æðsti dómari í klerkamál-
um og leikmannamálum. Staða þessi var afar-erfið og
umsvifamikil, og ekki hætti um, að stórmeistari hinna
þýzku riddara leyfði liðsmönnum sínum rán og gripdeildir
í biskupsdæminu, er hann gat eigi goldið þeim mála. En
Kopernikus var fullkomlega vaxinn þessari vandasömu
stöðu, og sýndi dugnað hinn mesta og viturleik í stjórn
mála þeirra allra, er honum voru á hendur falin. Þarna
var hann í þrjú ár, svo sem á var kveðið í öndverðu, og
komst þaðan heill á húfi (1519) og settist aftur í turninn
sinn. En nú var svo málum komið milli Pólverja og
hinna þýzku riddara, að styrjöld var orðin úr, og settust
riddarar um Frauenstein, og gat Kopernikus úr turni sín-
um daglega séð umsátursherinn. Kórsbræður flýðu úr
borginni, allir nema Kópernikus; hann sat kyr. Biskup
brast áræði til að fara á fund stórmeistara í samninga-
erindum, og bað Kopernikus fara, og tókst hann þann
vanda á hendur. Einmitt á þessum tíma gerði Kopernik-
us stjörnufræðilegar athuganir, og má af því ráða, hversu
áhugi hans var mikill á þvi efni. Pólskur her barg borg-
inni. Stórmeistari varð frá að hverfa með her sínum, og
fór þá um biskupsdæmið austur á bóginn með báli og
brandi, ránum og manndrápum.
Þá er her óvina var á brautu, komu kórsbræður aftur
og dáðust allir mjög að þreki Kopernikusar og hugrekki,
og urðu á það sáttir, að skipa hann aftur lénsmann.á
Allenstein (1520), og tók hann kjörinu, þótt eigi væri
10