Skírnir - 01.01.1915, Blaðsíða 148
148
Kopernikus,
áður dregið hringa, til að skýra fyrirbrigðin, þá yrði eg
og að leyfa mér að leita betri skýringa á staðbreytingum
stjarnanna, en áður voru fram komnar, með því að gera
ráð fyrir hreyfingu jarðar. Þá er eg setti hreyfíng jarðar
sem áreiðanlegt .undirstöðuatriði, fann eg með mörgum tor-
veldum athugunum, að þá er hreyfingar annara reiki-
stjarna voru bornar saman við hreyfingu jarðar, þá var
ekki að eins auðið að skýra fyrirbrigðin af undirstöðu-
atriðinu, heldur varð það ljóst, að hinir einstöku himin-
hnettir og stjarnkerfið alt stóð í því sambandi hvað við
annað, að engu varð svo úr lagi kipt, að hitt raskaðist
eigi og alheimurinn kæmist í ólag«.
Formálinn endar á þessum orðum: »Þótt eg viti vel,
að heimspekingur lætur eigi dóma þorrans áhrifum valda
á hugsanir sínar, þar sem vísinda-iðkanir hans hafa það
mark eitt, að finna sannleikann í öllum efnum, að svo
mikluleyti, sem guð hefir veitt mannlegri skynsemi hæfi-
leik til þess, þá hefi eg þó lengi verið í efa, hvað eg
skyldi gera, hvort eg ætti að láta rit mitt koma fyrir
sjónir almennings eða fara að dæmi Pyþcigorasar og læri-
sveina hans og annara, er látið hafa upp kenningu sina
meðal vina sinna, svo að kenningin á þann hátt hefir bor-
ist munnlega frá einum manni til annars. Ef einhverjir
málrófsmenn, þeir er eigi bera skyn á stærðfræði, skyldu
fella dóma um rit mitt og ráðast á það og styðja mál
sitt með einhverri biblíugrein, er þeir eigi skilja rétt, þá
met eg slika menn einskis, og lit svo á, að ummæli þeirra
séu fyrirlitlegir sleggjudómar«.
Kopernikus hafði skýran skilning á afstöðu jarðar við
aðrar reikistjörnur. Hann fór og nærri um stærð jarðar
í samanburði við þær. En hann hugsaði sér braut jarðar
og annara reikistjarna hringmyndaða, og var það sam-
kvæmt þeirri skoðun, sem þá var almenn, að hringur hlyti
að vera hin eðlilegasta flatarmálsmynd, af því að sú mynd-
in væri hin einfaldasta.
Aðalsönnunin í bók hans var í því fólgin, að skýra
málið á hinn allra einfaldasta og óbrotnasta hátt. Sú