Skírnir - 01.01.1915, Qupperneq 149
Kopernikus.
149'
skýring á gangi himinhnattanna, að minni hnettirnir, og
meðal þeirra jörðin, gangi kringum stærri hnettina, þ. e.
að reikistjörnurnar og meðal þeirra jörðin, gangi kringum
sólina, sé miklu eðlilegri, en að allur himingeimurinn sé
á geisihraðri ferð kringum jörðina. Þá er og miklu eðli-
legra að hugsa. sér að jörðin snúist um sjálfa sig á tveim
dægrum en hitt, að hugsa sér að sól og allur himingeim-
ur snúist um jörðina, svo lítil sem hún er, með slíkum
afarhraða, að þeirri ferð sé lokið á tveim dægrum. Það
er hægast að skýra þetta mál einfaldlega, með þvi að
taka upp þá skoðun og þann skilning á málinu, að það
sé hin litla jörð, sem snúist, og allir þeir er málin hugsa
skynsamlega, verða að hallast að þessari skoðun.
Kopernikus var ekki á báli brendur fyrir skoðun sína.
En eigi er óliklegt að svo hefði farið, ef honum hefði
orðið lífs auðið um stund, eftir það er bók hans var
prentuð. Með útkomu bókar hans hefst nýtt tímabil í
framfarasögu mannkvnsins. Skoðun hans vann um síðir
sigur, þrátt fyrir alla mótspyrnu og allar ofsóknir á hend-
ur þeim mönnum, er tóku upp merkið, þetta er Koper-
nikus hafði reist, gerðu við gallana á því, fegruðu litina,
lyftu því hærra og báru það fram til sigurs.
En eigi var sigurinn auðunninn. Merkisberinn frægi,
Giordano Bruno, var á báli brendur, og Galilei varð að
taka aftur skoðun sína, og var svívirðilega leikinn af
kaþólskum klerkalýð. Skoðun þessi, að jörðin snerist, og
ýmsar aðrar nýungar í stjörnufræði, voru taldar þá van-
trú og guðleysi. En sannleikurinn vann þó sigurinn. —
Hvert mannsbarn veit það nú, að skýring þessi, er Koper-
nikus bar fram, er hin eina rétta, og dettur engum í hug
að efa. Og af þessari skýringu höfum vér fengið réttan
skilning á því, hverjir vér erum sjálfir
Likneski af Kopernikusi hafa reist verið í Thorn, þar
sem hann var borinn, og í Warschav. Það líkneski hefir
Albert Thorvaldsen gert. Og bautasteinn sá, er hann reisti
sér sjálfur á framfarabraut mannkvnsins, mun »óbrotgjarn«
reynast þótt »aldir renni*. Janus Jónsson.