Skírnir - 01.01.1915, Blaðsíða 150
\
Ælskuminníngar.
Þctta verða eigi nema örfáar minningar, ómerkilegar
og lítilsvirði í annara augum, en mér eru þær kærar, og
sumar ógleymanlegar. Einkennilegt er það, hve vel mörg
smáatvik og viðburðir geymast frá æskunni, standa ljós
fyrir hugarsýninni eins og listaverk myndhöggvarans,
stundum alla æíi. Að sjálfsögðu stafar það mikið frá því
hve fátt það er, sem barnið hugsar um, hugarsýnin er
þröng, en því meira brýtur það heilann um það sem það
þekkir, unz einhver niðurstaða er fengin, og furðu lengi
eimir eftir af skoðun barnsins þó rejmslan blási á móti.
Jæja, eg ætla ekki að fara að rita langt mál til að
skýra hvernig stendur á að eg man eftir þessum brotum,
enda get eg eigi skýrt það, heldur byrja á því, sem mér
er minnisstæðast og segja það eins og það gekk til.
Eg man fátt úr lífi mínu fyr en eg er 5 ára gamall,
og það sem eg man er óljóst.
Ein minning frá þeim tíma er þó skýr.
Eg átti pela sem mér þótti vænt um, næst mömmu
minni, og skildi hann sjaldan við mig. Einu sinni þegar
eg svaf og hafði lagt pelann fyrir framan mig á koddann,
kom bróðir minn þar að. Þóttist hann eiga eitthvað sök-
ótt við mig, tók pelann og mölbraut hann. Varð mér
þungt í skapi þegar eg vaknaði og heyrði um örlög pel-
ans, og lengi mundi eg bróður mínum þetta.
Þegar eg er orðinn 7 ára fer minningum fjölgandi,
þá fer eg að athuga sumt af því sem fyrir augun ber og
gera mér hugmynd um það.