Skírnir - 01.01.1915, Side 153
Æskuminningar.
153
Alt í einu var eg gripinn harkalega í öxlina.
Varð mér nú eigi um sel, því eg hélt að huldukonan
væri komin og mundi ætla að launa mér meðferðina á
bónda sínum, áður en hún tæki hann.
En fljótt gekk eg úr skugga um að það var eigi
huldukonan sem komin var, heldur faðir minn, og vissi eg
ekki hvort mér þætti betra.
Varð eg nú að sleppa umskiftingnum og komst í
óþægileg kynni við klóalang. Varð hann upp frá því hinn
versti óvinur minn.
Skamt var til næstu bæja frá heimili mínu; var eg
oft sendur ýmissa erinda. Var eg hinn öruggasti á með-
an að sá til annarshvors bæjarins, en fór heldur að verða
órótt er leiti bar á milli; hljóp eg þá sem fætur toguðu,
en bjóst við öllum draugunum er eg vissi nafn á að
baki mér.
Erindinu stagaðist eg á í sífellu, og sérstaklega reyndi
eg að muna að skila því með vissum orðum, sem mér
voru lögð í munn áður en eg fór.
Tókst mér það oítast slysalítið, en einu sinni hrá þó
útaf því. Hafði eg nýlega lesið um viðureign Gláms og
Grettis og var sú viðureign ofarlega í huga mínum. Var
eg kominn heim að bænum, er eg var sendur til, og bú-
inn að berja þegar eg varð þess áskynja að eg hafði
gleymt erindinu.
Heyrði eg nú að gengið var til dyra, sá eg þá einskis
úrkostar annars en taka til fótanna, því erindi datt mér
ekkert í hug, en hitt fanst mér óþolandi skömm, að kann-
ast við að eg hefði gleymt því. Linaði eg eigi á sprett-
inum fyr en heim var komið, og sagði mínar farir eigi
sléttar, en Glámi kendi eg um alt saman.
Þegar þjóðsögurnar þrutu, fór eg að lesa íslendinga-
sögurnar, og þann brunn tæmdi eg aldrei, því eg las þær
hvað eftir annað. Eg var þar allur með hugann og harm-
aði sárt að ekki skyldi vera barist cnn. Heyrði eg ekk-
ert, sem fram fór í kringum mig, þegar eg var með