Skírnir - 01.01.1915, Síða 155
Æskuminningar.
15r»
talsvert langt burtu. Hittist svo á, þegar eg kom þangað,
að hann var að fara i kaupstaðinn.
Eg hafði aldrei komið þangað; lét hann af þvi við
mig, að þar væri margt að sjá; þoldi eg ekki freisting-
una og fór með honum, þó eg hefði ekki leyfi fyrir hest-
inum lengra.
Þegar við komum þangað, gaf hann mér 2 krónur og
sagði eg skyldi kaupa fyrir það eitthvað, sem mig lang-
aði til. Eg ráfaði inn í búð eina og spurði feitan búðar-
strák hvort ÍSTjála fengist eigi. »Xálar hefurðu ætlað að
segja«, svaraði hinn. »Xei, Njála«, sagði eg, »hún er um
Gunnar á Hlíðarenda og Njál á Bergþórshvoli«. »Nei,
hún fæst ekki, annaðhvort er hún uppgengin eða pabbi
heflr gleymt að panta hana frá útlöndum«.
Eg þaut út í fússi, því eg skyldi þetta svo, að hann
væri að gera gys að mér, en af nánari kynningu síðar
sá eg að eg hafði gert honum rangt til. Varð eg nú í
mestu vandræðum með krónurnar, því ekkert langaði mig
til að eiga af því, sem eg sá.
Seinast datt mér það í hug, að eg skyldi kaupa
brennivín fyrir þær til að gefa fóstra mínum er heim
kæmi, svo skap hans blíðkaðist þegar eg segði honum frá
hestsstuldinum. Fór eg þá inn i aðra búð, sem mér var
sagt að héti »Höefnersverzlun«, til að biðja um brenni-
vínið. Mundi eg þá eftir þvi, að eg hafði heyrt það kall-
að »Hofsjökulsvatn«. (Orð lék á því, að að brennivínið
væri talsvert blandað með vatni úr Blöndu, og var því
kallað þetta, en um orsökina til nafnsins vissi eg ekki.)
Datt mér nú í hug að eg skyldi sýna þeim að eg vissi
eitthvað í landafræði, því eg hafði þá nýlesið landafræði
Mortens Hansens. Vék eg mér að gömlum manni grá-
hærðum, er stóð við borðið, og spurði hvort eg gæti feng-
ið 1 flösku af »Hofsjökulsvatni«. »Ha, hva, andskotinn,
andskotinn, það cr ekki til, ekki til, út með þig, við viljum
ekki vitlausa stráka hérna inni«, sagði sá gamli og varð all-
byrstur. »Mér var sagt að það fengist brennivín hérna«,
svaraði eg. »Ekkert brennivín, út með þig, út með þig«.