Skírnir - 01.01.1915, Síða 156
156
Æskuminningar.
Leizt mér þá eigi á blikuna en hraðaði mér út hið fyrsta.
Urðu þau endalokin, að eg fór heim með krónurnar í vas-
anum, Xjálu- og brennivínslaus.
En ekki fanst mér mikið til um kaupmenn og búð-
arstráka eftir þá ferð.
Þegar eg var 8 ára fór eg frá foreldrum mínum til
vandalausra hjóna, er gengu mér í íoreldrastað. Fóstra
mín var gigtveik og mjög oft í rúminu, viðþolslítil.
Grét eg þá oft og bað guð að lina kvalirnar í lær-
inu á fóstru minni. Einu sinni voru kvalirnar svo mikl-
ar, að eg hélzt eigi við hjá henni, en fór upp í fjárhús
og bað þar heitt og innilega um að kvalirnar yrðu minni
þegar eg kæmi heim aftur. Þegar eg kom heim, leið
henni talsvert betur. Eg varð gagntekinn af fögnuði,
bænin hafði verið nógu heit, og gæti eg beðið svo hjart-
anlega, mundi eg altaf geta linað kvalir hennar. Frá
þeim tíma bað eg altaf í sama fjárhúsinu, og fanst mér
fóstru minni altaf lina á eftir.
Engum manni sagði eg frá þessu; eg hélt að áhrifin
af bæninni mundu verða minni ef hún færi millum fleiri
en guðs og mín.
Eitt atvik bar fyrir mig þegar eg var 10 ára, sem
eg mun aldrei geta fært eðlilegar ástæður fyrir. Eg veit
að það er ómerkilegt í annara augum, en mér er það
merkilegt vegna þess, að það bar fyrir mig sjálfan.
Eg hafði fluzt með fósturforeldrum mínum að bæ,
sem var alllangt frá þeim er þau höfðu áður búið á. Á
næsta bæ við okkur bjó ekkjumaður; hafði hann mist
konu sína fyrir 14 árum úr tæringu. Ekki hafði hann
komið á heimili okkar eftir að eg kom, og þekti eg ekk-
ert til hans.
Svo hagaði til i baðstofunni á heimili okkar, að hún
var í tveim endum, og voru fósturforeldrar mínir í öðrum
endanum. Þar voru tvö rúm, og svaf fóstri minn í öðru
og eg hjá honum.
Eina nótt um vorið vaknaði eg fyrir ofan fóstra minm
í rúminu og lá stundarkorn vakandi og gat ekki sofnað.