Skírnir - 01.01.1915, Page 158
158 Æskuminningar.
valt yfir sig. I voðalegu ofboði hljóp eg til hennar og
rotaði hana.
Fyrst var eins og eg gæti ekki gert mér grein fyrir
neinu, en smátt og smátt skýrðist hugsunin og eg stóð
frammi fyrir samvizku minni sem mesti glæpamaðurinn
er eg hafði nokkurntima heyrt getið um. Eg hafði lesið
um það, að menn myrtu óvini sína, og eg hafði líka heyrt
að einstöku níðingar hefðu myrt vini sína, en þó aldrei
nema fyrir einhverjar ástæður.
En eg hafði enga ástæðu mér til afsökunar, eg hafði
rayrt lóuna af eintómri drápsfýsn, þegar hún kom til að
syngja fyrir mig um náttúruna og guð. — Eg stóð varn-
arlaus fyrir guði og samvizku minni. Eg fleygði mér
niður og grét óskaplega, grét lengi, Iengi, og hrópaði um
fvrirgefningu til guðs.
öðru hvoru komu raddir, sem sögðu: »Þú gerðir
þetta ekki viljandi, þú ætlaðir ekki að henda steininum
í lóuna«. En svo komu aðrar, enn hærri, sem sögðu:
»Þú gerðir það viijandi, þú ert morðingi, þú reynir að
slá ryki upp í augun á guði«. Og eg grét ennþá meira
og þorði nú ekki að biðja guð lengur um fyrirgefningu.
Þegar örvænting mín var á hæsta stigi, var kallað á
mig heiman frá bænum að mamma vildi finna mig. Eg
gekk heim, grátbólginn og vonlaus, og mér fanst guð
stara á mig hvert sem eg leit.
I dyrunum mætti eg mömmu; um leið flaug stór lóu-
hópur fyrir dyrnar og kvökuðu »dýrðin, dýrðin«. »Þarna
er þá guð búinn að senda okkur blessaðar lóurnar til að
syngja fyrir okkur«, sagði mamma. Ekkinn brauzt aftur
út, eg fleygði mér i faðminn á mömmu og hrópaði: »Eg
er morðingi, mamma, og eg hefi reynt að blekkja guð,
guð fyrirgefur mér aldrei«. Og svo sagði eg henni alla
söguna milli gráthviðanna.
Mamma vafði mig að sér og sagði: »Jú, barnið mitt,
guð fyrirgefur þér Hann fyrirgefur alt sem er iðrast af
hjarta fyrir <. Svo sagði hún mér um Jesúm Krist, sem-