Skírnir - 01.01.1915, Page 160
Svarta Höllin.
Allir höfðu heyrt getið um Svörtu höllina. Sumir
þóttust hafa séð hana, en þeir gátu ekki um hana sagt
annað en að hún væri hrafnsvört. Þess vegna var hún
kölluð Svarta höllin.
Það vissu allir: að hver sem eitt sinn steig fæti sín-
um inn fyrir hallarþröskuldinn, kom aldrei út aftur. Altaf
voru menn að tínast inn í höllina, ungir og gamlir, ríkir
og fátækir, konungar og kotungar, en enginn kemur aftur.
Marga menn langaði að fá að sjá höllina að innan,
áður en þeir færu alfarnir þangað, því margt hafði verið
um liana sagt, og getið ýmsu til um vistina og viður-
gerninginnn í henni.
Fjöldi manna voru hræddir við höllina og óskuðu þess
heitt að þeir þyrftu ekki að fara inn í hana. Þeir bjugg-
ust við að þar væri ekki vistlegt. Þegar minst varði
voru þeir þó horfnir inn i höllina.
Sumir héldu að þar mundi gott að vera og þráðu að
komast þangað sem fyrst. Þeir fengu lika ósk sína upp-
fylta.
Eitt var mjög einkennilegt: menn fóru jafnan einir
síns liðs inn í höllina. Oft höfðu tveir og tveir heitið
hver öðrum að verða samferða, en þegar minst varði var
annar þeirra horfinn, og oftast þóttist hinn hafa vel slopp-
ið, að þurfa ekki að fara undir eius.
Loks fóru að heyrast sögur um menn, sem höfðu
komist út úr höllinni aftur, og höfðu þeir frá mörgu að
segja, en fáum þeirra bar saman.
Ein sagan sagði, að þar biðu manna hinar verstu