Skírnir - 01.01.1915, Page 163
Svarta höllin.
16»
Konungssonur einn, sem alt vildi fá að vita, heyrði
getið um Svörtu höllina. Hann var ekki í rónni fyr en
faðir hans, konungurinn, leyfði honum að fara og skoða
höllina. Auðvitað varð hann að lofa þvi að koma aftur; —
fara ekki lengra en honum væri óhætt.
Konungssonurinn hélt nú af stað að leita hallar-
innar.
Fyrstu nóttina svaf hann úti á víðavangi. Þegar
hann vaknaði um morguninn kom til hans maður. Sá
spurði konungssoninn, hvert ferð hans væri heitið.
»Eg ætla að fá að sjá inn í Svörtu höllina«, svaraði
konungssonurinn.
»Fyrst þarftu að finna þrjá hluti«, mælti maðurinn.
»Hvaða hlutir eru það?«
»Fyrsti hluturinn er kærleikseplið, og þegar þú hefir
íundið það, skalt þú koma hingað aftur; eg mun þá segja
þér hver hinn annar hlutur er«.
»Hvar á eg að leita að kærleikseplinu?« spurði kon-
ungssonurinn.
»A meðal mannanna«, svaraði maðurinn.
»Hvernig á eg að þekkja kærleikseplið?«
»Þú skalt eta einn munnbita af eplinu, og þegar þú
hefir neytt hans, muntu finna einkennilega geisla streyma
út frá þér og slá bjarma á aðra menn; þeir munu jafn-
an gleðjast í nærveru þinni, og ósjálfrátt muntu laðast að
öðrum mönnum og hafa ánægju af því að vera í návist
þeirra«.
Að svo mæltu hvarf ókunni maðurinn.
Konungssonurinn hóf nú leit eftir kærleikseplinu.
Hann ferðaðist úr einni borg í aðra og einu landi í
annað. I fyrstu leitaði hann þess meðal konunga og
stórhöfðingja. Allir höfðu þeir nóg af eplum að bjóða, en
ekkert þeirra hafði þau áhrif á hann sem maðurinn ókunni
hafði sagt. Sum gjörðu hann hirðulausan um alt, sum
vöktu í honum löngun til ýmsra skemtana, sum leið-
indi á öllu, sum óstjórnlega valdalöngun o. s. frv. Þá
fór hann til borgara og auðmanna. Þeirra epli vöktu í
11*