Skírnir - 01.01.1915, Page 164
164
Svarta liöliin.
honum tortryggni, öfund, hafur og auragirnd. Hann fór
til bænda og sjómanna. Þegar hann hafði bragðað þeirra
epli, kendi hann margs hins sama og af eplum auðmann-
anna og auk þess nautnafýsnar, ótta við aðra menn,
hræsni og grimdar. Hann fór til fátæklinga og einstæð-
inga. Þeir höfðu að vísu fátt af eplum að bjóða, en þau
fáu, sem þeir höfðu, vöktu í honum öfund og hatur til
þeirra, sem við góð kjör áttu að búa, og hugleysi og ör-
væntingu um eiginn hag.
Loks fór hann til mæðranna. I móðurástinni hélt
hann að kærleikurinn væri á hæsta stigi. Þar var nóg
um epli og öll rnjög fögur útlits. Hann valdi eitt hið
fegursta, og þegar hann hafði neytt eins munnbita af þvi,
var sem nýtt líf l'ærðist í hann. Hann fann einkennilega
geisla streyma út af sér. — Nú hlaut hann að hafa fund-
ið kærleikseplið.
Hann fór til fundar við ókunna manninn.
»Ekki er þetta kærleikseplið«, sagði ókunni maður-
inn. Sumir þeir geislar, sem streyma út frá þér, eru að
vísu kærleiksgeislar, en með þeim eru aðrir geislar, sem
stefna ekki í sömu átt og kærleiksgeislarnir. Þeir geislar
er þrungnir eigingirni, öfund og hatri«.
»Það virðist örðugt að íinna kærleikseplið«, mælti
konungssonurinn.
»Það er nær en þú hyggur«, svaraði ókunni maður-
inn og hvarf.
Konungsonurinn hélt leitinni áfram. Flakkaði hann
að síðustu um skóga og eyðimerkur, því að honum þótti
vonlaust, að hann fyndi eplið i þéttbygðinni.
Einn dag, er hann var á ferð eftir þjóðveginum, var
mjög heitt veður. Hann hafði ekki bragðað mat frá því
daginn áður, og var hann næstum örmagna af þreytu og
hungri. Settist hann því niður í skugga eins trés, til þess
að hvíla sig. Eftir nokkra stund kom lítill drengur gang-
andi eftir þjóðveginum. Hann var mjög fátæklega búinn.
Hann nam staðar skamt frá konungssyninum og virti
hann fyrir sér, tók svo til fótanna og hvarf inn i skóg-