Skírnir - 01.01.1915, Page 166
166
Svarta höllin.
fyr en þú varst breyttur orðinn. Hvenær gerðist sú
breyting'?*
Konungssonurinn sagði frá eplinu, sem fátæklegi
•drengurinn gaf honum, og rétti fram eplisbitann.
»Þetta er kærleikseplið, en hefir þú ekki fengið fleiri
slík ?«
Konungssonurinn sýndi »öll eplin, sem hann hafði með-
ferðis.
»öll þessi epli eru kærleiksepli«, mælti maðurinn
ókunni. Þú gazt ekki orðið kærleika annara manna var
fyr en þú varst sjálfur orðinn kærleiksríkur.
»Loks hefi eg þá fundið kærleikseplið«, sagði konungs-
sonurinn, »en mikla erfiðleika hefi eg haft við að stríða á
þessari leit minni. Þótt mennirnir séu góðir, er erfitt að
fullnægja kröfum þeirra. Kærleikur þeirra er dýr-
keyptur«.
Þeir erfiðleikar munu hverfa, er þú hefir náð hinum
öðrum hlut, sem eg gat um. Það er sjálfsfórnarlaugin. Úr
henni skalt þú lauga þig. Eftir það mun þér ljúft að bera
byrðar annara manna. Þá mun kærleikur þinn ekki að-
eins verða hið innra, sem hann er nú, heldur koma fram
hið ytra — í verkinu.
»Hvar er sú laug?« spurði konungssonurinn.
»Á meðal mannanna«, mælti ókunni maðurinn og
hvarf.
Konungssonurinn lagði nú af stað til þess að leita að
sjálfsfórnarlauginni. Hann ferðaðist frá einum baðstað til
annars, en hvergi gat hann fundið að böðin hefðu þau
áhrif, sem ókunni maðurinn gat um. Honum varð hvert
sporið öðru þyngra á þessari leit sinni. Oft varð hann
sárhrvggur yfir örðugleikum þeim, sem aðrir menn bök-
uðu honum, en þó fann hann að hann elskaði mennina.
Loks varð hann úrvinda og þótti leit sín til einskis
orðið hafa. Fór hann einförum og reikaði víða.
Einn morgun var hann snemma á ferli. Hann kom
að vatni einu. öðrumegin vatnsins sá hann konu. Hún
ágekk fram og aftur eftir vatnsbakkanum og kastaði sér