Skírnir - 01.01.1915, Page 167
Svarta höllin.
167
loks út í vatnið. Vatnið var mjög langt, en konungsson-
urinn var staddur við miðju þess; var því einskis annars
kostur en að synda þvert yfir vatnið, ef bjarga skyldi
konu þessari. Konungssonurinn stökk út í vatnið og synti
til konunnar. Var hún rétt komin að drukknun, er hann
náði henni. Þegar hann komst til lands með hana, var
hann svo þreyttur, að hann gat ekki staðið á fótunum.
Eftir langa mæðu tókst honum að lífga hana. Hún sagð-
ist ekki vilja lifa, því hún hefði elskað mann, sem sveik
hana í trygðum. Hún hafði fórnað sér hans vegna, bjarg-
að honum frá dauða í veikindum hans og unnið fyrir
honum á meðan hann var ófær að vinna. Þegar hann
svo varð heill heilsu, strauk hann frá henni.
Konungssonurinn huggaði konuna og kvaðst mundn
hjálpa henni. Hann fann alt í einu til ákafrar löngunar
til þess að bjarga henni úr raunum hennar. Tók hann
stúlkuna með sér heim í land sitt og kom henni þar í
vist hjá góðu fólki.
Frá þeim degi, er konungssonurinn bjargaði konunni
vir vatninu, varð gagngjör breyting á honum. Hann hitti
á hverjum degi menn, sem hann þurfti að hjálpa á ein-
hvern hátt. Hafði hann svo mikla ánægju af því, að
hann skeytti hvorki þreytu né hungri. Honum leið
miklu betur, er hann hungraði og gaf svöngum mat sinn,
en þegar hann neytti matar á venjulegum tíma. Hann
hafði næstum gleymt manninum ókunna og Svörtu höll-
inni, svo annrikt átti hann.
Loks flýtti hann sér til móts við ókunna manninn.
»Eg þarf að flýta mér«, sagði konungssonurinn.
»Þá hefir þú fundið sjálfsfórnarlaugina«, mælti ókunni
maðurinn, »en eitt vantar þig enn — það er trúarsteinninn«.
»Hvar á eg að leita hans ?« spurði konungssonurinn.
»A meðal mannanna«, svaraði maðurinn og hvarf.
Konungssonurinn hélt af stað, til þess að leita að
trúarsteininum. Tafðist hann mjög af því, að alstaðar
þar sem hann fór, þurfti að hjálpa á einhvern hátt. Eftir
langan tíma kom hann einn morgun að sjó. Voru fiski-