Skírnir - 01.01.1915, Page 168
168
Svarta höllin.
menn að leggja net sín. Hann spurði þá hvort þeir ættu>
ekki trúarsteininn.
»JÚ«, svöruðu þeir. »Við fáum einn slíkan stein á
hverri vertið. Það er fvrsti steinninn, sem festist i netj-
unum. Nú erum við að leggja netin í fyrsta sinn á þess-
ari vertíð, og getur þú fengið trúarsteininn, ef hann kem-
ur í netin í dag«.
í fyrsta drætti kom steinninn í netin. Konungsson-
urinn lét hann innundir fötin á brjóstinu, þakkaði flski-
mönnunum gjöfina og fór leiðar sinnar.
Nú brá kynlega við. Um leið og hann lét trúarstein-
inn á sig, fanst honum sem skýla dytti af augum sínum.
Honum virtist heimurinn breytast. Flest sem honum hafði
áður sýnst skuggalegt og ömurlegt, virtist honum nú bjart
og fagurt. Löngun hans til þess að sjá inn i Svörtu höll-
ina hvarf með öllu, og hirti hann því ekki um að fara til
móts við ókunna manninn, en hélt á leið heim til föður
síns, glaður í lund.
Þegar hann átti ófarna eina dagleið, gekk maðurinn
ókunni alt í einu i veg fyrir hann.
»Hvort er sem mér sýnist, að þú sért á heimleið nú ?«
spurði ókunni maðurinn.
«Já«, svaraði konungssonurinn. »Eg hefi enga löngun
til þess að sjá Svörtu höllina. Það er svo unaðslegt að
lifa, að eg vil ekki eyða tímanum í það að skoða þessa
höll. Mér finst mig engu skifta, hvar hún er, eða hvernig
hún er innan. Mér virðist líf mitt hat'a verið ein mis-
sýning, þangað til nú. Nú veit eg, hvers virði líflð er,
og eg má engan tíma missa í óþarfa«.
»Svarta höilin er líka missýning«, svaraði ókunni
maðurinn og hvarf.
Sig. Fanndal.