Skírnir - 01.01.1915, Page 169
Alþýðukveðskapur.
Erindi flutt á Eyrarbakka og við Þjórsárbrú veturna 1913 og 1914.
Því hefir altaf verið á lofti haldið, að engin þjóð í
heimi myndi jafnhneigð til vísnagcrðar, eins og vér Is-
lendingar. Og mun það sízt fjarri sanni.
Allur þorri manna, sem kominn er til vits og ára,
þekkir reglur þær, er liggja til grundvallar íslenzkri vísna-
gerð. Og þess eru dæmi um börn, er varla kunnu staf-
rófið, að þau hafa getað sagt til, hvort v í s a væri rétt
kveðin eða ekki.
Hún leynist í þjóðeðlinu sú tilfinning eða það hljóð-
næmi, að finna og vita hvenær vísa er rétt kveðin eða
ekki. Og af því mun það aftur leiða, að í flestum sveit-
um lands vors hafa verið og eru enn í dag fleiri og færri
sem fást við vísnagerð. Þeir venjast smátt og smátt á að
hugsa í hendingum, ríma þær saman og stuðla, eftir því
sem þeim þykir þörf gerast.
Atburðir, mannlýsingar, gletni, fyndni
og Skammir — yfir liöfuð alt, sem nafni nefnist, flýg-
ur á stuðlum hendinganna — flýgui- bæ frá bæ og sveit
úr sveit. Meira að segja eru dæmi þess, að stökur hafa
borist ótrúlega fljótt landshorna millum, og vita þó allir,
hvaða örðugleikum það hefir verið bundið, fram á vora
daga, að komast um landið.
En það voru heldur engir klaufar, sem komu hend-
ingunum á loft og blésu þeim byr undir báða vængi. Eg
veit að eg þarf ekki að nefna þá, allir kannast við þá,
en eg ætla nú samt að gera það. Það vóru hagyrð-
i n g a r n i r, a 1 þ ý ð u s k á 1 d i n, eins og þjóðin nefnir þá.