Skírnir - 01.01.1915, Blaðsíða 172
172
Alþýðukve'ðskapur.
spurður um hagyrðing norðlenzkan, er seinmæltur þótti £
rími7 þótt margt kvæði hann!
En það er með vísnagerð eins og hverja aðra smíð.
Að vísan verður að jafnaði betri, eftir því sem lengur er
um hana hugsað og betur til hennar vandað. Enda eru
fáir svo hagir, að þeir kveði »dýrar« vísur án þess að
hugsa um orðaröð og efni, stuðla og endarím,
nokkura stund. Geta jafnvel verið fleiri daga með eina
stöku, þótt góðir hagyrðingar séu.
Þó er það hvergi nærri altaf, að sú stakan sé bezt,
sem lengi er í smíðum, eða taki hinni fi’am, sem kveðin
var á skemri tíma. Það kemur vitanlega undir því, hve
fljótir menn eru að hugsa. Mörg ágætisstakan hefir orðið
til á augabragði, áður en hagyrðingurinn vissi af, enda
lærast þær að öllum jafnaði fljótar þær stökurnar, sem
hugsaðar eru fljótt og kveðnar blátt áfram.
Sumir þurfa tvær eða fleiri vísur til þess að skýra
það, er þeir vildu sagt hafa, en aðrir koma því sama fyr-
ir í »einni ferskeyttri«.
Svona eru hagyrðingarnir ólíkir, svona misjafnlega
hagorðir. — —
Áður en -eg held lengra í þessu efni, verð eg snöggv-
ast að nema staðar við þá skoðun — eða skoðanir, —
sem sumir lærðu mennirnir hafa á alþýðuhagyrðingunum
og kveðskap þeirra.
Það hefir oft klingt í eyrum þjóðarinnar — einkum
þó á seinni árum — að altof margir væru vor á meðal,
er fengist við að búa til vísur — ríma hugsanir sínar.
Og það eru lærðu mennirnir, sem segja þetta. Þó
held eg, að þeir séu fáir, sem halda slíku fram í alvöru.
En þeir eru til, þótt ekki verði þeir nafngreindir hér.
Þeir segja, að það sé ofmikið af leirskáldunum. Alt
of margir meðal alþýðumanna, er noti liagmælsku sína til
þess að stæla skáldin, sem á undan þeim hafl lifað:
hagyrðingarnir stæli ýmist hugsanir þeirra eða »form«, og
þess vegna verði vísur alþýðuhagyrðinganna aðeins berg-