Skírnir - 01.01.1915, Síða 173
Alþýðukveðskapur. 173
ai á 1 þeirra skálda, er kveðið hafi áður og hlotið viður-
kenning.
Vitanlega má finna þessu og öðru eins stað. En það
má líka gera of mikið úr því, þegar sagan er ekki sögð
nema hálf.
Og það hygg eg, að Stephan G. Stephansson hafi ekki
sneitt að alþýðuhagyrðingunum,. heldur miklu fremur
bergmálsskáldunum og það jafnvel sumum þeirra
skálda, sem lærðu mennirnir hafa viðurkent, þegar hann
kvað þessa stöku:
List er það 1 íka, og vinna,
litið að taeta upp í minna,
alt af i þynnra þynna
þynkuna allra hinna.
Því þess þer að gæta, að ekkert skáld hefir ennþá
fæðst, hvorki með vorri þjóð né annarri, að ekki hafi það
að einhverju leyti orðið fyrir áhrifum annarra andans stór-
menna, er uppi voru á sama tíma, en lengra á veg komn-
ir að móta hugsanir sínar, eða þá þeirra, sem löngu voru
liðnir og jafnvel enga viðurkenning höfðu hlotið fyr en
þeir voru fallnir í valinn.
Mætti t. d. nefna »listaskáldið góða« Jónas Hallgríms-
son. Hann varð fyrir miklum áhrifum frá þýzku skáld-
unum Heine og Schiller.
Steingrímur hefir kveðið ótal mansöngva sína í anda
Byrons, sem um eitt skeið var mesta ástaskáld með Eng-
lendingum.
Eða Matthías? Sá sem gæti rakið slóð hans — fylgst
með honum gegn um alla hringiðustrauma alheimsbókment-
anna — hann myndi, ef til vill, geta rekið sig á eitthvað,
sem aðrir á undan honum hafa sagt.
Hitt vita menn og, að Hannes Hafstein var um tima
snortinn af Holger Drachmann og talsverður skyldleiki
með kvæðum þeirra.
Þá hefir og Einar Benediktsson orðið fyrir nokkurum
áhrifum norska skáldsins Henriks Ibsens.
Og Einar Hjörleifsson, framan af að minsta kosti, og