Skírnir - 01.01.1915, Síða 175
Alþýðukveðskapar.
175-
til foráttu finna, þótt orðið hafi þau fyrir áhrifum sér
eldri — og oft á tíðum sér meiri — manna.
Nei, öðru nær.
Því það er viðurkendur sannleikur, að með lestri sem
flestra góðra skáldrita merkra höfunda, sem uppi eru eða
verið hafa á ýmsum tímum — að einmitt með því fæðist
skáldið, og andans jötuninn vaxi og þroskist!
Þess vegna ættu menn ekki að vera harðir í dómum
sínum, þegar til alþýðuhagyrðinganna kemur. Og þess
vegna er það fásinna að vera að æðrast um, þótt marg-
ir yrki.
Hvers vegna að vera fást um og banna mönnum að
gera það, sem þeini er eðlilegt, þegar það er þá ekki
stærri glæpur en að kasta fram »einni ferskeyttri«, þegar
þeim finst það eiga við?
En, það er satt, að stundum hafa alþýðuhagyrðing-
arnir geíið út bækur — heilar kvæðabækur, sem lítið er-
indi áttu á markaðinn. Og þær kvæðabækur hafa sést,
sem ekkert erindi áttu fyrir augu almennings. Mætti þess
vegna skjóta því að alþýðuhagvrðingunum að geyma held-
ur kvæðin sín heima í handraðanum, heldur en að fara
að brjótast í því að gefa þau út í bókum, undir eins og
þeir eru búnir að safna saman á nokkrar arkir. Að minsta
kosti að þeir vönduðu betur valið á kvæðunum og gæfu
minna út; því óneitanlega hafa margir verið helzt til bráð-
ir á sér, þótt ekki skuli eg nefna þá hér.
En hvað sem því líður, hafa þó margir alþýðuhagyrð-
ingarnir kveðið stökur, sem skáldin »af guðs náð« mættu
vera stolt af að hafa kveðið, og sum stórskáldin hafa birt
vísur á prenti, sem hagyrðingarnir myndu ekkert kæra
sig um að vera orðaðir af.
Oft hefir alþýðukveðskapurinn aukið á skemtun heim-
ilanna og gleði heilla sveita. Hún er ekki svo margbrot-
in, skemtunin, er sveitaheimilin íslenzku hafa úr að velja,
að réttmætt sé að eiga nokkurn þátt í því, að alþýðu-
kveðskapurinn leggist niður.