Skírnir - 01.01.1915, Qupperneq 176
176
Alþýðukveöskapur.
Það hefir alt af þótt góð skeratun að heyra smellna
stökn, og mörgum hefir það stytt stundirnar að koma
þeim saman.
En r í m i ð gerir fleira en að fella saman hendingar
og skapa vísu, sem þjóðin lærir og skemtir sér við að hafa
yfir og raula. Það lokkar menn oft og tíðum til þess að
hugsa um einstök atriði af heilum huga og ákveðið, heimt-
ar af mönnum að brjóta til mergjar og gagnrýna hlutina.
Þegar fyrstu hendingarnar eru kveðnar, fer hagyrð-
ingurinn að leita að orðum, er hann geti notað sem enda-
rím við það, sem á undan er komið. Og hann finnur inörg
orð, því tunga vor er fjölskrúðug af orðum, sem leika við
rímið.
En honum er það ekki nóg.
Það verður að vera vit í vísunni.
Hann fer að hugsa um orðin, hvernig þeim verði bezt
raðað, svo samræmi haldist. Hann veltir því fyrir sér á
marga vegu, hvort þetta og þetta, sem honum kemur
til hugar, geti staðist, og á hverjú það hvíli. Af því að
hugsa þannig um orð og efni, kemst hann ef til vill að
þeirri niðurstöðu, að byrjunin sé ekki góð. Hendingunum
sem fæddar voru verði að breyta, ef úr hugsun hans eigi
að skapast vísa, er hann geti orðið ánægður með. Stund-
um finnur hann og að fyrstu hendingarnar, sem honum
duttu í hug, verða að vera seinni hluti vísunnar, og þess
vegna þurfi hann að prjóna framan við, en ekki botna.
En auðvitað kemst þetta í vana fyrir mönnum, og
ekki fara allir eins að því að yrkja — búa til vísu.
En hvað sem því öllu líður, þá er það sannfæring
min, að rímið og vísnagerð hafi að öllum jafnaði
einhver mentandi áhrif á þá, sem leggja slíkt fyrir sig.
Geri þá að hugsandi mönnum, er taki eftir því, sem er að
gerast í kringum þá, og hjálpi þeim til að finna ýmsa þá
leyndardóma, sem öðrum — ef til vill — eru duldir.
Auk þess vita menn að þeir, sem fyrir sig leggja að
ríma hugsanir sínar, verða að öllum jafnaði fljótari að
Jiugsa og finna hvað feitt er á stykkinu, enda fljótari að