Skírnir - 01.01.1915, Side 178
178 Alþýðukveðskapur.
að vísnagerð hafi mentandi áhrif á þá menn, er Ieggja
stund á hana.
En hitt finnum vér líka, að þunglyndi er á bak við
margar stökurnar sem vér kunnum og raulum, þótt ekki
kunnum vér að nefna höfunda þeirra. Eru sumar þeirra
fullar af myrkri og vonleysi, eins og nístandi andvarp
deyjandi manns, eða eins og stunur þeirrar sálar, er mik-
ið líður.
Má vera að í því liggi auðnuleysið, sem sagt er að
skáldunum fylgi. Liggi í því, að hagyrðingurinn finni að
„í valinn er fallið vænsta lið,
vonirnar allar dauðar“.
Að lífskjörin hafi lamað vængina, er bera áttu æskuvon-
irnar til sigurs.
Eg get ekki stilt mig um að hafa hér upp nokkur
orð, er Guðmundur á Sandi hefir einu sinni sagt í þessu
sambandi. Það er í ritgerð hans um »alþýðuskáld Þing-
eyinga«. Þar stendur þetta:
»Þegar fátæktin lokar sundunum, bannar far yfir hafið,
neitar um mentun og félagsskap, sem til framþróunar
liorfir, þá er þó alt af einn vegur opinn fyrir þann, sem
hefir tök á máli og hugmyndum, þótt af skornum skamti
sé, hann getur talað við sjálfan sig í einverunni á því
máli, sem bezt svarar til liugskotsraddarinnar. Hann reyn-
ir að f r i ð a sjálfan sig með því eina, sem fyrir hendi er
— orðum sjálfs sín«.
Og máli sínu til sönnunar lætur Ouðmundur þessa
stöku fylgja. Hún er eftir Jón gamla Hinriksson, föður
Jóns heit. frá Múla:
Þegar fátt oss leggur lið,
leita verður griða,
ég hefi fylgt þeim sama sið
sjálfan mig að friða.
Hann reyndi fátæktina, en honum sagðist svo frá, að þrátt
fyrir baslið og bágindin væri »gaman að geta þ ó gert
ferskeyttar bögur«.
Og svo mun fleirum finnast.