Skírnir - 01.01.1915, Page 179
Alþýðukveðskapur.
179
Mitt í hugarstríðinu og vonleysismyrkrinu er þeim
svölun að grípa til hörpunnar og raula um sorgir sínar.
Og vér lærum stökurnar, og heyrum og finnum andvörp
þeirra.
Og stökurnar raulum vér, þegar oss finst það við eiga.
Og stökurnar svala oss líka, af því vér finnum hjarta höf-
undanna slá á bak við þær!
------En þær eru ekki allar þannig.
Gleðin og lífsfjörið spriklar í mörgum þeirra, oghlát-
urinn vaknar í brjóstum vorum, þegar vér förum að raula
þær. 0g langi og einmanalegi fjallvegurinn styttist um
helming og verður hlýrri og vinalegri við það að raula
— ef til vill — sömu vísuna upp aftur og aftur. Sumar
hella brennandi sólargeislum yfir vonalöndin og blása fram-
sóknarviðleitni einstaklingsins byr undir báða vængi.
Svona eru áhrifin mikil og margbreytileg, er þær
hafa á oss.
Aðrar geyma í sér atburði liðinna tíma, er annars
myndu gleymdir. Og þótt vér getum ekki feðrað þær,
nema að nokkuru leyti og sumar alls ekki, eru þó við marg-
ar þeirra bundin nöfn, sem vér höfum gaman af að kynn-
ast. Það eru ekki einungis nöfn sumra höfunda, heldur og
annarra manna, sem voru þeim samtímis, svo að því leyti
hafa þær afarmikið gildi fyrir sagnfræðina.
Og nú langar mig til að rifja upp nokkurar af þess-
um stökum. Býst þó ekki við að fara með þær vísur,
sem enginn yðar hefir heyrt áður. Enda vona eg, að þér
kannist við hið fornkveðna, að »aldrei er góð vísa of oft
kveðin«, og að þér gleðjist við að kynnast aftur gömlum
kunningjum.
En það skal eg taka fram strax, að nokkuð verður
það af handahófí með valið, og má vel vera að einhver
segi við mig á eftir, að betur hefði mátt takast. Verður
afsökun mín þá að vera sú, að
enginn gerir svo öllum liki
og ekki guð í himnaríki!
12*