Skírnir - 01.01.1915, Síða 184
184
Ritfregnir.
Að þessum grundvelli fengnum fer höf. að rannsaka afstöðui
þessara leifa af Styrmisbók við »helgisöguna« (Kría 1849) og af-
stöðu beggja við Ólafssögu hina elstu, og með nákvæmum saman-
burði kemst hann að þeirri niðurstöðu, að það, sem Styrmisbók og
»helgisagan« hafa sameiginlegt, stafi ekki beint frá elstu sögunni,
heldur sje þar milliliður á milli, glötuð saga, sem höf. nefnir »m i ð^
s ö g u n a« (»den mellemste saga«) og táknar með stafnum M. Þessi
»miðsaga« hefur haft firir sjer elstu söguna og verið henni mjög
lík, enn þó með ímsum einkennilegum afbrigðum, sem Styrmir og
höf. »helgisögunnar« hafa tekið eftir miðsögunni, því að þeir hafa,
báðir haft miðsöguna firir sjer.
Jafnframt rannsakar höf. afstöðu Fóstbræðra sögu við Ólafs-
sögurnar. Hann kemst þar í flestum verulegum atriðum að sömu
niðurstöðu og jeg komst að í firirlestrum mínum um Fóstbræðra
sögu í vetur, og þar sem við vissum hvorugur neitt um rannsóknir
hins, er þetta því til mikillar stirkingar, að niðurstaðan sje rjett.
Til dæmis að taka hefir höf. alveg eins og jeg kveðið rækilega nið-
ur þá skoðun G. Storms, að höf. hinnar elstu Ólafs sögu hafi skrif-
að upp úr Fóstbræðra sögu frásögn þá, sem þar stendur, um dvöl
Þormóðs Kolbrúnarskálds við hirð Knúts ríka og firstu samfundi
hans og Ólafs helga, og að allir þeir »partar af Fóstbræðra sögu«r
sem finnast í »helgisögu« Ólafs hafi frá upphafi staðið í elstu sög-
unni, sem hafi haft þá úr Fóstbræðrasögu (sbr. útg. Storms af
elstu Ólafs sögu, formálann 10. bls.). Sannleikurinn er sá, að í
elstu sögunni hafa frá upphafi staðið ímsar sagnir um Þormóð, sem
ekki eiga neitt skilt við Fóstbræðra sögu. Þessar sagnir hafa svo »helgi-
sagan« og aðrar ingri Ólafssogur tekið eftir elstu sögu. Hins vegar
eru í »helgisögunni« aðrar sagnir um Þormóð, sem eiga kin sitt að
rekja til Fóstbræðrasögu, enn þær hafa als ekki staðið í Ólafs sögu
hiuni elstu. Þessi saga og Fóstbræðra saga eru bersinilega óháðar
hvor annari. Enn annars á ekki við að fara lengra út í einstök
atriði þessa máls í stuttri ritfregn.
sjeu teknir úr bók Styrmis, svo framarlega sem þeir eru ekki teknir úr
öðrum sögum enn Ólafssögu (t. d. kaflarnir úr Fóstbræðrasögu). Þessar
greinar eru nokkurn veginn auðþektar úr á því, að frásögnin er með
klerkakeim, og oft finnast þessir kaflar svo að segja óbreittir eða litt
breittir i „helgisögunni“ (Kria 1849) og virðist Styrmisbók hafa verið
náskild helgisögunni11. Þegar tveir menn komast svona að sömu niður-
stöðu og hvorugur veit af öðrum, þá er líklegt, að niðurstaðan sje rjett.