Skírnir - 01.01.1915, Blaðsíða 185
Ritfregnir.
185-
Þá tekur höf. næst til rannsóknar Ólafssögur Snorra, bæði hina
sjerstöku og þá sem stendur í Heimskringlu.
Menn hefur greint mjög á um, hvor af þessum tveimur sögum'
væri eldri. Höf. leiðir nú, að því er mjer virðist, óiggjandi rök að
því, að Snorri hafi first samið sjerstöku söguna og síðan skeitt
hana inn í Hkr. með nokkrum breitingum á þeim stöðum, þar sem
hann síðar komst að nánari og betri þekkingu.
Hjer er jeg á einum stað ekki samdóma hinum heiðraða höf.
Hann hefir tekið eftir þeim mikla ruglingi sem er á frásögninni'
um austurferð Sighvats og Austurfararvísur í hinum sjerstöku Óf-
afssögum og í Hkr. Hann bendir á, að orðin sem standa bæði í
Kringlu og sumum hinum sjerstöku Ólafssögum : »Öndurðan vetr
fór Sighvatr skáld ok þeir þrír saman ór Borg ok austr urn markir
ok svá til Gautlands, ok fekk í þeirri ferð optliga illar viðtökur.
A einu kveldi kom hann til 3 búanda ok ráku hann allir út. Þá
kvað Sighvatr skáld Austrfararvísur um ferð sína«, muni vera upp-
hafleg bæði í hinni sjerstöku sögu og Hkr„ og þetta higg jeg rjett
vera. Enn þar sem hann virðist halda, að hinar miklu endurtekn-
ingar og ruglingur á timaröð viðburðanna, sem hjer kemur fram
bæði í Hkr. og sumum binna sjerstöku Ólafssagna, stafi frá Snorra,
gerir hann að minni higgju Snorra rangt til. Sannleikurinn virðist
vera, að Snorri hefur hvorki í hinni sjerstöku sögu sinni nje í
Heimskringlusögunni tilfært Austurfararvísurnar, heldur að eins
vitnað til þeirra með almennum orðum, eins og gert er í áður-
nefndri grein. Ef vjer gætum betur að, sjáum vjer, að upphafsorð
nefndrar greinar (»Öndurðan vetr — ok svá til Gautlands«) eru
orðrjett endurtekning greinar, sem stendur framarlega í kapítulan-
um, þar sem first er minst á austurferð Sighvats (sjá Hkr. útg.
F. J. II. 168 15-17, Ól. s. h. 1853 bls. 802-3). Þar virðist öll síðari
greinin hafa staðið óslitin frá upphafi, enn alt sem er á milli firri
og síðari greinarinnar (Austurfararvísurnar og nánari tildrög þeirra)-
er bersínilega gömul innskotsgrein, sett inn af manni, sem ekki
vildi missa vísnanna; hefur hann notað firri hluta umræddrar grein-
ar (»Öndurðan«) sem inngang að þessari innskotsgrein sinni, enn
að henni skrifaðri hefur hann í ógáti tekið upp aila hina upphaf-
legu grein í heild sinni, og kemur þannig upp um sig. Þessi inn-
skotsgrein mun first hafa verið sett inn í hina sjerstöku sögu og
verið þaðan tekin inn í Heimskringlu. Ilin breitta röð og fleirr
afbrigði, sem koma fram í Stokkhólmshandritinu (Ól. s. h. 1853)p
stafa af því, að ritari þess handnts hefur viljað bæta úr þeim mis--