Skírnir - 01.01.1915, Side 187
Ritfregnir.
187
sagan og Landnáma segja þessa sögu svo, að »m e n n skyldu fara
ór Noregi til Færeyja, nefna s u m i r m e n n til þess víking þann
er Naddoddr hét«. Þessa menn hafi retið vestur í haf »ok fundu
þar land mikit, kómu þeir austan at landinu ok gengu þar upp á
fjall eitt hátt ok sást um víða, ef þeir sæi reyk eðr nokkur líkindi
til þess, at þat land væri bygt, ok urðu þeir eigi við þat varir«.
Um haustið hafi þeir farið aftur til Færeyja og nefnt landið Snæ-
land, af því að snjór fjell á fjöll, áður þeir sigldu brott. »Þeir
lofuðu mjök landit«. Af orðunum »nefna sumir menn til þess
Naddodd víking« virðist mega ráða. að Sæmundr hafi ekki berum
orðum eignað þennan landsfund Naddoddi.
Nú er það merkilegt, að Theodricus segir alveg sömu söguna
með mjög litlum afbrigðum í riti sínu 3. kap. Hann nafngreinir
ekki mann þann sem rjeð firir skipinu, fremur enn Sæmundr virð-
ist hafa gert, segir, að þeir sem landið fundu hafi verið »merca-
tores quidam« (kaupmenn nokkrir). Hann getur ekki um, hverju
megin þeir hafi komið að landinu nje heldur að þeir hafi gefið því
nafn, líka segir hann, að þeir hafi snúið aftui til Noregs (ekki til
Færeija). Enn að þessum óverulegu atriðum uudanskildum er öll
frásögnin hin sama og í íslenaku heimildunum og orðalagið svo líkt
sem það getur verið í tveim ritum, sem eru skrifuð annað á ís-
lensku, enn hitt á latínu. Hjer er auðsjeð, að sameiginleg frum-
heimild hefur legið firir báðum frásögnunum, og samkvæmt vitnis-
burði Gunnlaugs hlítur það að vera rit Sæmundar. Þess ber að
geta, að Theodricus hefur það fillra en íslenska frásögnin, að hann
árfærir viðburðinn, segir, að hann hafi orðið »á 9. eða, að sumra
skoðun, á 10. ríkisári Haralds hárfagra«. Eftir öllu sem vjer vit-
um um rit Sæmundar er líklegt, að þessi tímatalsákvörðun sje fiá
honum runnin.
I 13. kap. segir Theodricus, eftir því sem í handritunum stend-
ur, að Olafr helgi hafi verið eldri, þegar hannhlautpísl-
arvættis kórónu (»q uando martyrio coronatus
e s t«), enn þeir segi, sem mest sje mark á takandi um þess konar
hluti. G. Storm vill hjer strika út orðin quando martyrio
coronatus est, af því að hann heldur, að Theodr. eigi hjer
við aldur konungs, þegar hann var s k í r ð u r, enn ekki þegar
hann dó, og S. N. filgir honum í þessu (27. bls.). Mjer finnastorðin
vera vel skiljanleg, eins og þau liggja firir, og álít óleifilegt að
breita.
Enn þó að jeg geti ekki verið samdóma höf. um sum einstök