Skírnir - 01.01.1915, Síða 189
Ritfregnir.
189
andi, að íslendingar hafa ekki brugðist þessari skildu. Alt af hafa
einhverjir Islendingar verið í fremstu röð þeirra manna, sem við
vor fornu fræði haía fengist. Við gömlu mennirnir erum nú á
hraðri leið til grafar, við sem höfum reint af einlægum vilja enn
veikum mætti að ávaxta arfinn firir þjóðina okkar. Er þá ekki von,
að hjarta okkar fillist fögnuði, þegar við sjáum unga menn og
vel gefna r/sa upp með níjum og óþreittum kröftum, menn sem
eru færir um og búnir til að taka við arfinum af okkur, þegar
hann hnígur úr máttvana höndum, og vonandi ávaxta hann betur
enn við höfum gert. Bók sú, sem jeg hef hjer gert að umtalsefni,
gefur firirheiti um, að höf. hennar muni verða einn af þessum
mönnum, ef honum, sem jeg vona og óska, endist líf og heilsa.
Reikjavík á þrettánda dag jóla 1915.
Björn M. Ólsen.
George H. F. Schrader : Hestar og reiðmenn á íslandi. Jónas
Jónasson hefir íslenskað. Ak. 1913. 4to. (II + 225 bls. +
19 myndablöðum).
Það er fjölskrúðug og nytsöm bók, sem hinn góðkunni dyra-
vinur hr. G. H. F. Schrader hefir samið um hesta og reiðmenn á
Islandi og látið snúa á íslenzka tungu. Hann hefir, eins og hann
tekur fram í formála bókarinnar, viljað gefa íslenzkum hestamönnum
kost á »að sjá sig með annara augum«, og aðaltilgangur bókarinnar
er að bæta kjör íslenzkra hesta og gera meðferð þeirra mannúð'egri.
Rit þetta er hrein nyung í bókmentum vorum og fult af ágæt-
um leiðbeiningum og athugasemdum, sem og aðfinslum um ymis-
legt það f meðferð þessara þörfu dfra, sem sært hefir höfundarins
»glögga gestsauga«. Við búið er, að ýmsah athugasemdir og tillögur
höfundarins mæti mótspyrnu hjá reiðmönnum vorum, því að van-
inn er veldi, sem örðugt er að yfirbuga, enda sumar skoðanir hans
mjög svo frábrugðnar því, sem menn hafa átt að venjast hér á
landi um langan aldur, en hins vegar er ekkert efamál, að hér
eru svo margar ágætar leiðbeiningar, svo margar rökstuddar
skoðanir framsettar og svo rækilega sagt til syndanua, að bók þessi
ætti skilið að komast inn á sem flest hestaheimili á landinu.
Rit þetta skiftist í tvo hluta og endar á viðauka um búnaðar-
og kaupsýslumál. Aftan við bókina eru 66 myndir af hestum, er-
lendum og innlendnm, körlum og konum á hestbaki, hestum fyrir
vögnum og plógi o. fl.