Skírnir - 01.01.1915, Síða 190
190
Ritfregnir.
Fyrri hluti bókarinnar byrjar á lysingu á íslenzkum hestum,
Ber böfundurinn þeim mjcg vel söguna og dáist að þoli þeirra,
styrkleik, góðlyndi og þolinmæði. Hann minnist og á, bve rnarg-
litir þeir séu og telur upp 8 liti, en gleymir brúna litnum, sem
þó er algengur, og segist engan hrafnsvartan hest bafa séð. Ern
þeir alveg horfnir úr Norðurlandi? Satt mun það vera, að þemb-
ingsreið geri hesta harðgenga og níði úr þeim þýða ganginn og
mun hún of tíð á landi hér, einkum þó hjá kaupstaðarfólki og
kauptúna og »sunnudagariddurum<(. En ekki get eg felt mig við-
dóm höf. um töltið, að það sé ljótt ganglag; oss Islendingum finst
það svo yndislegt og fjörlegt. Þess vegna heitir það líka »yndis-
spor« og »b/ruspor«. Auk þess er gott tölt og valhopp þýðasti
gangur hestsins og hvers vegna »hæfir það aðeins lélegnm og kveif-
arlegum reiðmönnum«? Er ekki þýðleikinn einn af aðalkostum
hvers hests, eins og fjörið og styrkleikinn, og þurfa menn að vera
lélegir og kveifarlegir reiðmenn, þótt þeir kjósi heldur að koma
ólúnir í náttstað af þýðum hestum en uppgefnir og lamaðir af
níðhöggum? Um skeiðið er öðru máli að gegna. Eg er þar að
nokkru leyti samdóma höf. og hef þar okkur til styrktar orð þess
manns, sem eg hef þekt beztan reiðmann á Islandi. Mór þykir
það ekki fagur gangur, og svo er það oft, einkum hæga skeiðið —
lullið — hast og skeiðhestum hættir oft við að hestast með aldr-
inum. En hafi höf. séð fjörugan hest tekinn af góðum reiðmanni á
harða stökkspretti úr háa lofti og skelt niður í einni svipan á snarpt
skeið, þætti mór ekki ólíklegt að honum kynni að þykja sú sjón
alls ekki óskemtileg. Og hvað sem nú því líður, þá segir orðtakið
»nimia non nocent« og »tilbreytni skemtir«. Og ríði maður ein-
hestis heila dagleið eða lengur, þá er beint hressing í, að hesturinn
geti skift um gang, enda er það hér á landi talinn kostur á hesti,
að hann »hafi allan gang«.
Þá talar höf. um söðlana /slenzku, aktýgin, heftiuguna og
taumadráttinn og virðast athugasemdir hans um þau atriði góðar
og giidar. I sambandi við taumadráttinn skal eg skýra höf. frá,
að eg hefi þekt hest sem aldrei mátti sleppa með tauminn niðri,
því hann hafði til — einkum á heimieið — að rjúka af stað í
hendingskasti með hausinn út á hlið og kunni mæta vel að forðast
tauminn, þótt langur væri.
Þá snýr höf. sér að íslenzku reiðmönnunum og kveður þar við
annan tón en þegar hann er að hæla hestunum. Höfundurinn
kveður upp mjög ómildan dóm yfir íslenzkum reiðmönnum, en>