Skírnir - 01.01.1915, Síða 192
Ritfregnir.
192
reiðmenn«. Hvað er þá eðlilegra en að þessir menn, alveg óvan-
ir ísl. hestum, ráði ver við þá en íslendingar sjálfir, sem hafa
vanist þeim frá blautu barnsbeini? I þessu efni eru dæmin degin-
um ljósari og sjón sögu ríkari. Það þarf ekki annað en að ganga
hér um göturnar í Reykjavík, þegar ferðamennirnir eru komnir i
land úr skemtiskipunum, til að sannfærast um það. Göturnar og
vegirnir upp úr bænum eru þá oft hálftroðnir af útlendingum, sem
leigja sór hesta skemtunar, auðvitað misjafnlega góða. Sumir koma
hestunum ekki úr sporunum, aðrir fara jafnmikið aftur á bak sem
áfram, sumir sitja svo fattir, að engu er líkara en þeir ætli að
stinga sór öfugan kollhnís aftur af hestinum, aðrir húka frammi á
hnakknefinu. Er það oft grátskopleg sjón. Jafnvel danska og
enska sjóliðsmenn hefi eg séð fara svo á hesti, að eg hefði hvorki
viljað lána þeim latan né fjörugan hest af ótta fyrir, að þeir
mundu ekki kotna öðrum úr sporunum, en drepa hinn eða sjálfa
sig. Eru þó Danir og Englendingar ágætir reiðmenn, að því er
höf. sjálfur segir. En hér ber að sama brunni sem í öðrum efnum
í lífinu, að ))það verður hverjum list, sem hann leikur«, enda hefi
eg séð nokkra útlendinga, sem hafa setið íslenzka hesta ágætlega
og haft fult vald yfir þeim, en það hafa auðvitað verið vanir r e i ð-
m e n n.
Höfundurinn ræður íslendingum til að taka upp enskt reiðlag,
s k o k k i ð, einkum á brokkhestum, og gefur skýrar og góðar reglur
fyrir, hvernig þá skuli í söðli sitja. Má vel vera að það só heilla-
ráð, einkum þegar lengi er riðið höstum brokkurum, en ekki þykir
mór það reiðlag fagurt, þótt mesta hestamannaþjóð álfu vorrar
unni því, en vel getur það verið af því, að hér hefur maður ekki
átt því að venjast, en þó skal minnast þess, að skref ísl. hesta er
mun styttra, svo að hvorki mundi græðast þægindi nó fegurð.
Þá ræður höf. Islendingum til að hafa hestamöttul (ábreiðu)
vor og haust aftan við söðul sinn, að hermanna sið, til að kasta
yfir hestana í kalsa og illviðrum þegar við er staðið, til að verja
þá innkulsi. Kemur hér sem annarstaðar fram uærgætni hans og
umhyggjusemi og velvild til hestanna, og þau hvatningarorð, sem
hann talar til þjóðar vorrar út af meðferð hennar á hestunum, eru
svo sönn og drengileg, að óskandi væri, að sem flestii læsu.
Um þjóðareinkenni Islendinga fer höf. þessum orðum. » .. Is-
lendingar eru þjóð full af andstæðum og ólíkindum. Þeir eru bæði
imildir og harðgerðir, opinskáir og dulir, fífldjarfir, svo að slíks eru
varla dæmi, en stundum aftur auðveldir og hæfilátir, forvitnir mjög