Skírnir - 01.01.1915, Page 193
Kitfregnir.
193
og láta s&r þó á sama standa, hvað fram fer í kringum þá, íðil-
ráðvandir, en líta þó mjög á sinn hag í viðskiftum, trúnaðargjarnir
og þó einkar tortrygnir, halda fast við gamlar venjur og hætti og
þó fúsir til að fylgja góðum ráðum og taka upp endurbætur og
nýjungar«. Þessi dómur er sízt harðari en svo, að vel megi við
una og sannarlega nær róttu lagi en hólspýja sú, er sumir ófróðir
útlendingar hella greindar- og gegndarlanst yfir þjóð vora. Vér
erum mótsetninganna menn í mótsetninganna landi.
Þá skýrir höf. frá, hvernig hesta skuli mæla og lýsir hesta-
kvarðanum, sem tíðkast erlendis. Hr. L. Zöllner, konsúll í New-
castle, sendi síðastl. sumar nokkra enska hestakvarða hingað til
landsins, sniðna eftir ísl. þörfum, og lét smíða fleiri eftir þeim hór
heima og útbýtti þeim síðan á Norður-, Suður- og Vesturlandi, svo
að nú ætti að vera hægt að mæla hesta réttu standmáli.
Fyrri hluti bókarinnar endar á samanburði á ísl. og erlendum
reiðmönnum og er sá samanburður sízt oss í vil, karlmönnunum.
Mýkri er höf. í dómi sínum um ísl. börn og konur, þykir honum
þær jafnvel sitja hestinn vel og eðlilega og sóma sér vel í sessi.
Síðari hluti bókarinnar er miklu lengri en fyrri hlutinn (160
bls.). Hann er í 30 greinum, og eru þar )>eingöngu gagnleg ráð
um meðferð, hirðingu og hjúkrun hesta og um nauðsynlegar umbætur
og breytingar á því á Islandi«. Skírnir hefir ekki rúm og eg ekki
tíma til að fara út í hverja einstaka grein og læt eg því nægja að
skýra einungis frá innihaldi þeirra. Fyrst er talað um hófinn,
hóf- og fótahirðing, samsetningar á hófsmyrslum, og járningu. Þá
koma hesthús, opinber samkomuhús og hesthús (Caroline Rest á
Akureyri, sem höf. hefir látið reisa), fóðrun hesta, fóðurtegundir og
fóðurskamtar, dagskamtar; um brynningar hesta, um þrifnað á
hestum, varnar- og lækningaráð; beizlabúnaður, mélin, teymingar
og taumbönd, hefting; reiðtygi, söðlir, álagning, að stíga á bak og
af baki; taumhald, samkend manns og hests, hversu ríða skal,
ganglag hesta; vaður; vagnar og kerrur, aktygi og keyrsla; svipur,
sporar og kargir hestar; kynbætur hesta, dýraverndunarfélög og að
síðustu skýrsla um hámark hlauphesta og stökkhesta.
Eins og sjá má af þessu yfirliti, kennir hér margra grasa,
enaa margar ágætar leiðbeiningar í þessum kafla og fjöldi mynda
inni í lesmálinu til skýringar hlutum þeim og verkfærum. sem verið
•er að lýsa. Víðast hvar er og skýrt frá, hvar verkfærin fáist og
itilgreint verð á þeim. Eg trúi ekkl öðru en að margir mundu
13