Skírnir - 01.01.1915, Page 195
Ritfregnir.
195
um þetta áhugamál sitt, hanu hefir bœði lagt fé og erfiði í söl-
unar fyrir endurbótahugsjónir sínar.
Jón Jakobsson.
Jón Svensson: Nonni und Manni. Zwei islándisohe Knaben.
Mit illustrationen von Pritz Bergen. Regensburg 1914. I. Habbel.
(Nonni og Manni. Tveir íslenzkir drengir. Með myndum eftir
Fritz Bergen).
Jón Svensson: Sonnentage. Nonni’s Jugenderlebnisse auf Island.
Mit 16 Bildern. Freiburg im Breisgau 1915. Herdersohe
Buchhandlung. (Sunnudagar. Æskuminningar Nonna á Is-
landi. Með 16 myndum).
Eins og lesendum Skírnis mun' kunnugt (sbr. Skírni 88. ár,
bls. 324) kom út á Þ/zkalandi árið 1913 bók eftir landa vorn, hr.
Jón Sveinsson í Ordrup, sem heitir »Nonni« og sk/rir frá tildrög'
unum til utanfarar hans í æsku og því sem fyrir hann bar á leið-
inni. Hér við bætast nú tvær n/jar, sem mór hafa fyrir skömmu
borist í hendur frá útgefendunum eftir sama höfund, og eru þannig
þrjár bækur komnar frá hans hendi á þrem árum, frumsamdar á
þyzka tungu, sem allar sk/ra frá því, sem á daga höfundarins
hefir drifið í æsku, eins og það kemur honum nú fyrir sjónir,
»merlað í mánaskini endurminrdugarinnar«. Allar eru þær skil-
getnar dætur höfundarins og bera sama markið. Það er svo heið-
skírt yfir þeim, hugsunin svo hrein og góðmannleg, málið svo lát-
laust og frásögnin víða svo lifandi og kröftug, að eg hygg, að þær
megi mörgum fullorðnum skemtun veita, þótt aðallega séu þær
ætlaðar þ/zkum æskul/ð. Og víst er um það, að engu hjarta
munu þær spilla, heldur miklu fremur reynast unglingum holl lesning.
í »Sólskinsdaga« eru teknar upp fjórar sögur, sem upphaflega
voru samdar á dönsku (tvær þeirra hefir höfundurinn fyrir nokkr-
um árum sent Landsbókasafninu og eru þær prentaðar f kaþólska
tímaritinu »Yarden« árið 1906), en síðar hefir hr. Joh. Mayhofer
snúið þeim á þ/zku. Það eru sögurnar: »Júlli og Dúfa í fönn-
inni« (bls. 1—55), »S/nin hans Kjartans litla« (bls. 57—86),
»Völvan kemur« (bls. 103—111) og »Hættuleg næturvarðstöð« (bls.
111—133).
í sögunni »Júlli og Dúfa« er s/ndur vænn, tápmikill, íslenzk-
ur unglingur, sem heldur k/s sór góðan orðstír en langlífi; hann
ferst úti í norðlenzkri stórhríð, meðan hann er að reyna að koma
fónu heim úr haga undan hríðinni, en »Dúfu«, eftirlætis-kind barn-
13*'