Skírnir - 01.01.1915, Page 199
Bitfregnir.
199
Þaö heföi ekki veitt af að sórstök grein hefði verið um algengustu
og hættulegustu sjúkdóma ; berklaveiki, taugaveiki, barnaveiki o. fl.
Þegar næmum sóttum er slept, eru það barnasjúk-
d ó m a r n i r sem vinna oss mest tjón. Höf. brvnir fyrir mæðrum
að hafa börn sín á brjósti og gefur nokkrar reglur um meðferð og
matarbæfi pelabarna. Ekki get eg fallist á að heppilegt só að
sjóða mjólk barnsins í katli og geyma hana í honum. Það þarf
að vera auðvelt að hreinsa mjólkurílátið, en ketilstút er erfitt að
hreinsa. Einfaldast er að sjóða mjólkina í könnu sem undirskál
er lögð yfir.
Að sjálfsögðu er mikil áherzla lögð á hverskonar h r e i n 1 æ t i,
böð og íþróttir. Baðklefa vill höfundurinn hafa á hverjum
bæ. Þó lysir hann ekki nánar hversu slíku verði komið fyrir.
Æskilegt hefði verið að hafa myndir af einföldum þvott- eða
baðtækjum, t. d. Mtillerskönnu og lausri steypibaðsfötu. Þetta eru
svo einföld og ódyr áhöld, að ymsir kynnu að kaupa þau ef þeim
væri kunnugt um þau. Eg hefi að vísu enga tröllatrú á vatus-
böðum og heilsusemi þeirra, en hvað sem því líður er erfiðismönn-
um, sem í alt ganga, nauðsyn að geta þvegið af sór óhreinindin er
þeir koma frá starfi sínu, og einföld þvottatæki ættu því að vera
til á hverjum bæ.
Alt hreinlæti stendur < nánu sambandi við húsakynnin. Það
er erfitt að fylgja ströngum þrifnaðarreglum í bæjum vorum. Vel
hefði mátt minnast á óþverralegu hlöðin rétt fyrir framan bæjar-
dyrnar. Þau þyrftu sem fyrst að hverfa eða flórast og fyrir utan
bæjardyrnar ættu að vera góð tæki til að þurka forina af fótum
sór. Moldarveggi má lita hvítleita inni í húsum með kalkblöndu,
sem mun loða vel við torfið og kostar nálega ekkert.1) Það er
margt af þessu tægi sem ástæða hefði verið til að minnast á, ekki
sfat ymislegt er að byggingum lýtur.
Margt af tillögum höf. mun eiga erfitt uppdráttar, enda má
um ymsar deila. Fæstum mun lítast á að hafa glugga opinn allar
nætur < baðstofum að vetrinum til. Því þá ekki á daginn líka?
Höf. gerir ekki mikið úr strompunum gömlu, en mér er nær að
halda að þeir verki betur til þess að halda lofti hreinu en allstór
rifa með glugga. Rúmunum vill hann breyta, setja vírbotna i stað-
‘) Guðmundi Bárðarsyni á Kjörseyri hefir tekist að húða vel gerða
torfveggi að innan með cementshlöndu og loðir hún ótrúlega vel við
torfið. Svo mun og um kalk.