Skírnir - 01.01.1915, Side 201
Ritfregnir.
aor
og auk þess hafa slæðst inn í hana fáeinar villur. Þetta breytir þó
engu í því, að margt má af heuni læra. Yrði oflangt mál að telja það
hér, sem eg get ekki allskostar fallist á. Helztu villur eru þessar:
Bls. 35. Myndun beina ekki allskostar rétt lýst. Sama er að
segja um lýsingu á smekkfærum.
Bls. 106. Nýrnabörkurinn er talinn dekkri en strýturnar. Á
líkum er hann það ekki, heldur ljósari.
Bls. 109. Getnaðarlimurinn myndast ekki við það að þvagrás-
in lengist fram.
Bls. 126. Orðið antigen ekki rótt þýtt.
Bls. 152. Bandormar lifa ekki í þarfagangi (rectum), heldur
ofar í görn.
Bls. 194. °/0 í staðinn fyrir °/00 (misprentun).
Eg geri ráð fyrir því að mörgum þyki margt óþarft tekið í
bók þessa og mörgu slept sem nauðsynlegt væri. Við slíku er erfitt
að gera, því alt slíkt er álitamál. Eg hefði kosið að mörgu hefði
verið slept í fyrri hlutanum um líkamsbyggingu mannsins, en ýmis-
legt verið ítarlegra í síðari hlutanum, og myndir þar fleiri. Lat-
nesku nöfnin flest tel eg óþörf. En hvað sem slíkum aðfinningum
líður, á höfundurinn þakkir skilið fyrir bókina.
Guðm. Hannesson.
Einar Helgason: Bjarkir. Leiðarvísir í tjárækt og blómrækt.
Rvík 1914. — Á kostnað höfundarins. — 191 bls. 8vo.
Á seinni árum hefir allmikið verið rætt og ritað um að auka
gróður landsins á ýmsan hátt. Þjóðinni hafa bæzt ekki allfáir menn,
sem lagt hafa stund á það og hvatt hana fram í orði og verki. Er
því talsvert öðruvísi orðið um að litast nú, en var t. d. fyrir ald-
arfjórðungi.
En um það skiftust skoðanirnar í öndverðu, hvar byrja skyldi.
Fleiri héldu því fram, að á því ætti að byrja, sem fyrstan bæri
ávöxtinn. Þjóðin svo fátæk, að hún mætti ekki við því, að leggja
í það, sem ekki borgaði sig fyr-en seint og síðar meir. Af þessum
ástæðum munu tilraunirnar ekki hafa orðið eins víðtækar og ósk-
andi hefði verið.
Þá 'nafa margir áhugasamir menn, karlar og konur, fundið, að
samhliða framfarahug þjóðarinnar í öllu og einu þyrfti þó að leggja-
rækt við fleira, en það sem í fljótu bragði virtist endurgreiða-
tilraunakostnaðinn. Því fleira er matur en flesk!