Skírnir - 01.01.1915, Blaðsíða 202
202
Ritfregnir.
Þesair menn hafa fnndið, að það er ekki nóg að byggja laglegt
timburhús eða eteinhús, hvort sem heldur í sveit eða kaupstað
væri, og það með nýjasta sniði. Og þó stofurnar væru hlýjar og
blóm í gluggunum, væri það heldur ekki nóg. Eitthvað vantaði
— en hvað1
Jú, þeir fundu það þessir sömu menn:
Það þurfti að auka á hina ytri fegurð heimilauna, prýða kring-
tum húsin, svo heimilin yrðu hlýrri og vistlegri.
Og sumir byrjuðu á þessum »óþarfa«, »sem ekkert gaf í aðra
hönd«, að dómi þeirra sem vitrir þóttust vera, og báru þjóðarfá-
tæktina svo mjög fyrir brjósti.
Þess vegna hefir nú á síðari árum allvíða á landi hór — ekki
einungis í kaupstöðum, heldur og mörgum sveitum líka, vetið kom-
ið á fót dálitlum trjágörðum til heimilisprýði.
En í þessu efni höfum við staðið ver að vígi, en víða annar-
staðar. Fram að þessu hefir verið tilfinnanlegur skortur þeirra
manna, er fremur öðrum gátu leiðbeint í þessu efni. Og alþýða
hefir ekki haft aðgang að bókum eða ritum, er fræddi um slíka
hluti. Þess vegna hefir minna orðið um framkvæmdirnar en
vænta mátti.
En úr þessu er nú bætt.
I hitteðfyrra kom út »Skógræktarritið« eftir Gnðm. Davíðsson
og í ár bókin sem nefnd er hér að framan. Báðar þessar bækur
eru kærkomnir gestir og eiga því erindi inn á hvert einasta heimili
á landinu, Báðir hafa höf. mikla þekking og reynslu á því sem
bækur þeirra fræða um, Einar Helgason þó meiri og víðtækari,
enda hefir hann nær í aldarfjórðung unnið að trjá- og blóm-rækt
og veit betri deili þar á, en nokkur annar íslendingur, enda er
bók hans því miklu stærri, nákvæmari og víðtækari.
Bók þessi er samin fyrir heimilin. Þess vegna er hún heimil-
dskennari. Hún á að kenna einstaklingunum að elska gróður lands-
ins og hvetja þá til þess að auka hann og margfalda.
Höf. skiftir bókinni í 3 aðalkafla, auk inngangsins, er hann
nefnir: Skrúðgarða, Trjárækt og Blómrækt, en
hverjum kafla í smærri greinir og uudirgreinir, er gerir öllum hægra
fyrir með að notfæra sér bókina. Einkum mun það koma sér vel
við skólana, enda getur höf. þess í formálanum, að hann hafi samið
bókina með það fyrir augum, að hún síðar meir yrði tekin upp
rSem kenslubók við suma skólana.