Skírnir - 01.01.1915, Side 204
204
Ritfregnir.
Allur frágangur bókarinnar er vandaður og pappír og prentun>
í bezta lagi. Höf. hefir valið margar fallegar vísur og vísupartar
sem einkunnarorð fyrir köflum og greinaskiftum. Mun slíkt næsta
sialdgæft í fræðibókum, ef ekki ókunnugt með öllu, og engum
nema Islending trúandi til að finna upp á slíku. En þetta s/nir
smekkvísi höf. og gerir bókina miklu hl/rri og vinalegri. Það eru
gamlir kunningar sem tala þarna til manns og hvetja til meiri
dugnaðar og framtakssemi.
Framan á kápunni er mynd af »framtíðar heimilinu« og hefir
Þórarinn Þorláksson málari gert hana. Bókin á að kenna mönnum
að skapa slíkt framtíðarheimili.
Skrúðgarður kringum hvert einasta heimili á landinu! Það á
að verða heróp Ungmennafólaganna og einkunnarorð hinnar upp-
vaxandi kynslóðar.
Hann þarf ekki að vera stór, eða kosta ærna peninga, þessi1
skrúðgarður, en arður bans verður margfalt meiri heldur en nokk-
urs annars ræktaðs bletts í allri landareiguinni. Því hann gerir
heimilið hl/rra, fegurra og meira aðlaðandi. Hann
hrindir burtu leiðindunum og gerir vinnuna í þarfir heimilisins
fjörugri, einlægri og skemtilegri. Hann vekur fegurðartilfinniug
einstaklinganna, opnar augun fyrir gæðum landsins og glæðir ætt-
jarðarástina. Og mór er nær að halda að skrúðgarðurinn gæti orð-
ið til þess að tengja unglinginn fastari böndum við heimilið, svo
hanu legði ekki af stað út í lífið fyr en vængirnir geta borið hann.
En af því hefir mörgum einstaklingnum stafað óheill alla æfi, að
honum leiddist heimilið, hólt sig vera fleygan — og flaug, en varð
þá ef til vill fyrir því áfalli, er olli honum tálmunar í hvert skifti
er eitthvað átti á hann að reyna.
Frá heimilunum breiðist gróðurinn út um móana, melana og
óræktar holtin kringum túnið og þaðan upp eftir fjallahliðunum.
Þá fyrst er að tala um að rætist spá »listaskáldsins góða« :
»Fagur er dalur og fyllist skógi«.
Því þá fyrst væri að tala um skógrækt hér á landi. Þangað
til heitir jþað trjáræktog blómrækt, en það er að mestu
leyti undanfari hinnar verulegu skógræktar.
Og þá myndi ekki líða á löngu að landið yrði skógi klætt
aftur — þó ekki milli fjalls og fjöru, eins og stendur í Landnámu.
Heldur myndi þá í skjóli trjánna — í skjóli skóganna, skapast
n/tt land og n/ menning. Mætti þá fara svo, að einhverjum sem-