Skírnir - 01.01.1915, Síða 206
206
Ritfregnir.
lætur hann jafnframt vita, að hún só þunguð af hans völdum.
Síðar kvongast hann ungri konu, sem hann sér ekki sólina fyrir.
Hann hefir ekki sagt henni frá yfirsjón sinni, og nú kvelst hann
af samvizkubiti út af þessu:
— — »Eg veit ekkert annað en það, að eg hefi svikist inn í
líf hennar, og að eg hefi engan rétt til að vera þar — ekki frern-
ur ers innbrotsþjófur, sem hefir laumast inn í annara manna hús«,
segir hann. Og enn fremur: »Eg fiun að eg get ekki sagt henni
það, sem liggur á mér eins og farg. Og eg finn, að hver stund,
sem eg dreg það, er mér ny svívirðing . . . nyr glæpur«.
Fyrstu 2 þættir leiksins eru svo aðdragandinn að úrslitastund-
inni f 3. þætti, þegar Þorgeir játar yfirsjón sína fyrir Guðrúnu
konu sinni og fær að lokum fyrirgefnjngu hennar á síðasta augna-
bliki, þegar hjónabandið virðist ætla að slitna.
Þetta einkamál er rauði þráðurinn í leiknum, en höf. hefir
fióttað það haglega saman við afstöðu Þoigeirs til merkilegs stjórn-
máls: sölu Þingvallar. Með þeim hætti hefir hann fengið .tækifæri
til að sýna samræmið í lyndiseinkunn Þorgeirs í opinberum málum,
jafnt sem einkamálum, sýna tilfinningu hans fyrir rétti þjóð-
ernis og sögu — og gera leiksviðið rýmra og fjölbreyttara. I þessu
máli lendir honum saman við vin sinn, Grím Asgeirsson yfirdóms-
lögmann, sem er hin andstæðan er eg lýsti áðan. Hann er Þor
geiri svo ólíkur, að mörgum mundi þykja furða að þessir tveir
menn væru vinir, ef reynslau sýndi ekki margsinnis, að ólíkir
menn dragast oft hvað mest hver að öðrum. Grímur er fram-
kvæmdarmaðurinn, sem hefir allan hugann á nútíð og framtíð, en
virðir alla sögu að vettugi. Hann vill að þjóðin þurki hana upp,
»eins og menn þurka vatnsdropa, sem skvett hefir verið á gólfið«.
Þessi maður, sem ekkert gerir úr fortíðinni, hann verður í bræði
sinni til að kasta fortíð Þorgeirs vinar síns sem steini á götu hans,
og brjóta þannig f bág við lífsskoðun sjálfs sín. En svo mikill
drengur er hann, þrátt fyrir skrápinn, að hann iðrast samstundis
og heimsækir vin sinn, sem hann er nýbúinn að reka út, til þess
að biðja hann fyrirgefningar. Harðari meðferð fær kona Gríms, sem
erfitt er að finna neitt gotc í.
Annars eru allar persónur leiksins skýrar og lifandi. Hver
leggur sinn tóninn í samhljóminn. Orð víðsýnnar mannúðar og
lífsreynslu eru lögð í munn frú Berg, ömmu Guðrúnar, sem kennir
það, að menn eigi að fyrirgefa alt og að háleitast og göfugast sé
það, að vera trúað fyrir því að bera syndir annara manna.