Skírnir - 01.01.1915, Blaðsíða 207
Ritfregnir.
207
í höndum manns er ekki hefði haft fult vald yfir viSfangsefni'
sínu mundi það hafa verið hættulegt að draga inn í þennan leik mál-
efni sem eins mikil ítök á í hugum margra og Þingvallarsalan. En
eins og höf. hefir geugið frá því, virðist mór leikurinn hafi unnið
á því, en engu tapað, Það hefir magnað lífið og fjölbreytnina á
leiksviðinu, án þess að skerða einingu leiksins. Við logana frá þjóð-
málinu verða andlit persónanna skýr og glögg og vór könnumst
því betur við þau þegar verið er að gera út um örlögin við arin-
eld heimilisins. Að öllu samanlögðu hygg eg að megi telja þennan
sjónleik með því bezta sem Einar Hjörleifsson hefir ritað og
ágætan feng fyrir leiksvið vort, enda hefi eg ekki sóð annan leik
fara þar betur en hann. G. F.
Snæljós. Kvæði eftir Jakob Thorarensen. Rvík. Kostnaðarm.:
Jóh. Jóhannesson. 1911.
í bók þessari eru 54 kvæði. Þau eru misjöfn að gæðum, en
að minsta kosti 10—15 eru svo góð, að þau skipa höf. á bekk með
efnilegustu ljóðskáldum yngri kynslóðarinnar. Bezt þykja mér
kvæðin: »Vetrarhiminn«, »Úti á víðavangi«, »Vorvísur«, »Jökulsá
á Sólheimasandi«, »Beint í sortann«, »Þjóðskáldið Jón Thóroddsen«,
»í hákarlalegum«, »Syndaflóðið« og »Snæljós«. I síðasta kvæðinu
segir skáldið:
Einhverjir gletnir glampar
glæða mín Ijóð og móta,
snögt, sem um nótt á snjóum
snæljósin leiftra’ og þjóta.
Og það eru einmitt þessir »gletnu glampar«, sem breiða frumlegan
og notalegan blæ yfir kvæðin, — góðlátleg gletni, sem byr yfir
alvöru og kann aö stilla orðum sínum í hóf. Höf. er alþýðumaður,
sem hefir mentast af sjálfsdáðum. Hann þekkir því vel og skilur
kjör alþýðunnar, og trúað gæti eg því, að vór fengjum frá hans
hendi margar óbrotgjarnar myndar úr lífi hennar. Ein af þeim er
kvæðið »1 hákarlalegum«, sem er ágætt. G. F.
Arsrit Verkfræðingafélags íslands, 1912—1913. Gefið út af
stjórn fólagsins. Rvík. Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar.
1914.
Verkfræðingafólag íslands er fáment og góSment. í því eru
14 eða 15 manns, en það eru þeir sem eru lífið og sálin í opin-
berum verklegum framkvæmdum í landinu. Fólagið er stofnað