Skírnir - 01.01.1915, Side 209
ísland 1914.
Veturinn frá njári var alt að því í meðallagi; þó lakari á
Vestfjörðum. Vorið var vont um alt land, hvíldarlaus kuldatíð og
rak hvert hretið annað; er það eitt hið versta vor, sem menn
muna. Þegar mánuður var af sumri, gerði stórhríð með frosti og
tók það veður yfir mikinn hluta landsins. Afleiðingar vorveðrátt-
unnar urðu slæmar, fjárfellir víða, einkum sunnanlands og vestan-
lands, og lambadauði mikill á þessu svæði og einnig nokkur norð-
anlands, einkum í Húnavatnssýslu. Hafís kom að landi snemma
vetrar og var á reki fyrir Vestfjörðum og Norðurlandi fram eftir
sumri, en varð þó ekki skipagöngum til verulegra hindrana. Jörð
greri afarseint, en grasspretta varð þó víða í meðallagi, eða vel
það. Sumarið var votviðrasamt á Suðurlandi og Vesturlandi. Töð-
ur náðust þó víðast hvar með sæmilegri verkun, því meiri hluta
hundadaganna var þurkatíð. En útheyskapur varð mjög rýr, sömu-
leiðis uppskera úr görðum. Norðanlands og austan var sumarið
gott, en nokkuð stutt; heyskapur vel í meðallagi og garðávextir
sömuleiðis. Haustið var afarrigningasamt og stormasamt sunnan-
lands og vestan. Varð þar allmikið af heyjum úti, og jafnvel sum-
staðar norðanlands líka. En veðrátta var ágæt norðanlands og aust-
an, þegar á leið haustið.
Aflabrögð voru yfirleitt góð á árinu. Er þar þá einkum átt
við botnvörpungaveiðarnar. Vetrarvertíð var í fullkomnu meðal-
lagi; vorvertíð aftur á móti slitróttari, en þá er einkum fiskað af
botnvörpuugunum austur við Hvalbak. Sumarið er altaf dauður
tími fyrir botnvörpungana, en þeir af þeim, sem til síldveiða fóru,
öfluðu óvenjulega vel. Þeg»r fara átti að veiða í ís aftur í ágúst-
mánuði, þá var stríðið byrjað. Sumir botnvörpungarnir fóru þá
eina ferð til Englands með afla, en aðrir fóru alls ekki. Einn
fórst á þeim ferðum á sprengidufli. Tveir fóru að mestu óslitið
með afla til Englands fram yfir áramót, og einstöku hafa farið ferð
14