Skírnir - 01.01.1915, Síða 211
ísland 1914.
211
aftur fyrir landssjóðs hönd taka að sér ábyrgð á greiðslu jafnmik-
illar upphæðar af seðlum bankans, sem málmforðanum nemur.
Ennfremur var landsstjórninni heimilað að banna póststjórn-
inni að nokkru eða öllu leyti að afgreiða póstávísanir og póstkröfu-
ávísanir til annara landa, og að ákveða hversu mikið fó megi taka
út úr hverri sparisjóðsbók eða innlánsbók á degi, viku eða mánuði
í bönkunum, útbúum þeirra og óðrum sparisjóðum landsins. Lög
þessi voru staðfest 3. ágúst og höfðu gildi til októberloka. Síðan
var, samkvæmt bráðabirgðalögum, skipuð nefnd með valdi til að
ákveða útsöluverð á vörum á ýmsum stöðum í landinu, og hefir
hún gert nokkuð að því. Annars hafa heimildarlög þessi lítt kom-
ið til framkvæmda í öðru en því, að landsstjórnin hefir keypt all-
mikið af ýmsum vörum, svo sem kornmat, kolum og salti. Hún
leigði noiskt flutningaskip og sendi til New-York í Bandaríkjunum
eftir kornmat, og seldi síðan sveitafélögum og einstökum mönnum
með nokkru lægra verði en þá var hægt að fá annarstaðar í land-
inu. En vegna þess að skipið kom seint að vestan, komust vör-
urnar ekki að haustinu til allra þeirra staða, sem þær áttu að fara
á. Það reyndist líka svo, að vöruflutningar kaupmanna til landsins
heftust ekki eins mikið og menn óttuðust í fyrstu að verða mundi.
En nokkrum vandræðum olli um hríð teppa á sölu íslenzks fisks til
Spánar og Italíu vegna þess, að þau viðskifti höfðu verið rekin
með milligöngu enskra banka, sem nú gátu ekki sint henni vegna
ráðstafana, sem gerðar höfðu verið í Englandi út af stríðinu. Þó
fór svo, að fram úr þessu greiddist. En innlend vara komst yfir
höfuð í hátt verð, og sérstaklega varð mikil eftirspurn eftir hross-
um, og var flutt út af þeim miklu meira en nokkru sinni áður og
hrossamarkaðir haldnir í sveitunum frameftir öllum vetri. Þessi
hross voru send til Danmerkur. En hvað eftir annað voru skipin,
sem þau fluttu, tekin í hafi af enskum herskipum, farið með þau
til Englands og hrossunum skipað þar í land ; þó mun þeim að
mestu leyti hafa verið skilað aftur til Danmerkur fyrir milligöngu
utanríkisstjórnarinnar dönsku. Hafa flest skip, sem farið hafa
milli íslands og útlanda síðan ófriðurinn hófst, verið stöðvuð í hafi
af enskum herskipum, og Þjóðverjar, sem með þeim hafa verið á
irtleið hóðan, hafa þá verið teknir fastir af Englendingum. Nokkr-
um botnvörpuskipum þýzkum, sem hóldu heimleiðis héðan í byrjun
ófriðarins, höfðu Englendingar náð, tekið mennina fasta, en sökt
skipunum. Flestir eða allir enskir botnvörpungar voru kallaðir
heim héðan nokkru eftir að stríðið byrjaði. Eins var um norsku.
14*