Skírnir - 01.01.1915, Side 212
■212
ísland 1914.
skipin, sem veiðar stunda við Norðurland. Símfréttasambandið milli
íslands og útlanda tóku Englendingar í sínar hendur og tilkyntu,
að þeir sleptu ekki framhjá sér öðrum skeytum en þeim, sem þeir
skildu, og yrðu því skeytin að vera skrifuð á ensku eða frönsku,
og komið hefir það fyrir, að skeyti hafa ekki komið fram, og fæst
þá engin grein fyrir þeim gerð. Um haustið seudu Englendingar
til Reykjavíkur konsúl missus, eða útsendan konsúl, eins og Frakk-
ar og Norðmenn hafa haft hér nokkur undanfarin ár, og dvelur
hann hór enn. Enska stjórnin fór þá einnig að senda hingað dag-
leg fregnskeyti um ófriðinn og fekk þau birt í íslenzkum blöðum.
Aftur á móti hafa Þjóðverjar sent hingað rit og blöð í stórum stíl,
til þess að útbreiða sínar skoðanir á ófriðnum og frásagnir af
vopnaviðskiftum þar.
Aukaþing var haldið þetta ár, vegna þess að alþingi 1913
hafði samþykt breytingar á stjórnarskránni, og er þess getið í frótt-
um frá síðastl. ári, að konungur hafði heitið, að staðfesta frumvarp
alþingis, en jafnframt lýsti hann yfir, að hann ætlaði að úrskurða,
að sérmál Islands skyldu hór eftir sem hingað til flutt fyrir kon-
ungi í ríkisráði Dana, en alþingi hafði með ákvæði í stjórnarskránni
falið konungi að ákveða, hvar málin skyldu flutt. Þetta hafði kon-
ungur birt Islendingum í opnu bréfi frá 20. okt. 1913 og jafnframt,
að breyting yrði ekki gerð á því, hvar sérmálin yrðu flutt, fyr en
ný lög um samband Islands og Danmerkur væru samþykt af ríkis-
þingi og alþingi. Samhljóða birting til Dana skyldí gefin út, er
konungur hefði undirskrifað úrskurð um málaflutninginn. Kosning-
ar fóru fram á laugard. fyrir páska, 11. apríl. Skömmu fyrir kosn-
ingarnar höfðu í blöðum sjálfstæðisflokksins í Reykjavík verið reist
mótmæli gegn staðfestingu stjórnarskrárinnar með þeim ummælum,
sem konungur hafði auglýst haustið áður. Var það aðalatriðið í
þeim mótmælum, að væntanlegur úrskurður konungs um málaflutn-
inginn væri ekki breytanlegur eftir sömu reglum og alíslenzkir kon-
ungsúrskurðir, þar sem skilyrði fyrir breytingu á honum væri
samþykt sambandslaga, er danska ríkisþingið ætti að fjalla um.
Kosningarnar fóru svo, að eftir þær var flokka afstaðan í þinginu
nokkuð óljós, og voru kosnir inn á þingið eigi fáir nýir menu, er
ekki böfðu átt þar sæti áður, þar á meðal sumir forvígismenn hinna
nýju kenninga um stjórnarskrárstaðfestinguna. Ráðherra, H. Haf-
stein, baðst þá lausnar frá embætti, er hann fór á konungs fund
fyrir þing um vorið. Sjálfstæðisflokkurinn varð ráðandi flokkur
þingsins og benti hann á Sigurð Eggerz sýslumann til þess að taka