Skírnir - 01.01.1915, Síða 213
ísland 1914,
213
við ráðherraembættinu og varð það úr, er hann hafði farið utan til
viðtals við konung. Meiri hluti alþingis samþykti tillögu, er átti
að sýna skitning hans á hinu n/ja ákvæði um sórmálaflutninginn
fyrir konungi í ríkisráðinu, og hefir sú þingsályktun alment verið
kölluð »fyrirvari alþingis«. En er ráðherra kom með stjórnarskrána
og »fyrirvarann« á konungs fund, urðu skoðanirnar mismunandi á
þv/, bæði hvernig skilja ætti »fyrirvarann« og líka á málinu í sjálfu
sér. Ráðherra lagði stjórnarskrána fyrir konung til staðfestingar á
ríkisráðsfundi 30. nóv. ásamt »fyrirvaranum« og konungur kvaðst
skyldu staðfesta hana, en gaf þá skýringu á inálinu, að flutningur
sérmálanna i ríkisráði væri sór nú eina tryggingin fyrir því, að þau
mal, sem ráðherra Islands legði fyrir sig ti) undirskrifta, væru virki-
leg sérmál, eða því, að alþingi færi ekki í löggjöf sinni út fyrir
sérmálasvæðið, og yrði því málaflutninguriun í ríkisráðinu að hald-
ast óbreyttur þangað til trygging fyrir þessu yrði sett á annan
hátt. En ráðherra þótti ekki fyrirvara alþingis fullnægt með þessu
og tók hann stjórnarskrána aftur, en beiddist jafnframt lausnar frá
ráðherraembættinu, og var honum þá neitað um útgáfu konungs-
úrskurðar um sérstakt íslenzk flagg, er iofað hafði verið áður, þegar
Islendingar hefðu komið sór saman um gerðina. Þegar þessi mála-
lok í ríkisráðinu urðu kunn hór heima, komu þegar fram mjög tvf*
skiftar skoðanir á frammistöðu ráðherra og urðu um þetta snarpar
blaðadeilur. En ráðherra gegndi embættinu tii bráðabirgða og stóð
svo fram í árslokin, en lengra skal málið ekki rakið hór.
Af lögum, er alþingi samþykti auk þeirra, sem þegar eru talin,
má nefna : Um afnám fátækratíundar; um kosning borgarstjóra f
Rvík; um heimild fyrir landstjórnina til þess að ábyrgjast fyrir
Eimskipafélag Islands 600 þús. kr. lán gegn 1. veðrétti í skipum
fólagsins; urn breyting á lögum um vélgæzlu á ísl. skipum; um
að lagaprófessorar háskólans skuli vera sjálfkjörnir varadómarar
í hinum ísl. landsyfirdómi; um stofnun kennarastóls í grísku og
latfnu við háskóla íslands ; um notkun bifreiða; um sandgræðslu;
um sjóvátrygging; um vita á Grímsey f Steingrímsfirði; um brú á
Langá í M/rasýslu; um 10 þús. kr. aukastyrk handa Vífilsstaða-
hœlinu : um kosuingar til alþingis og önnur um atkvæðagreiðslu
þeirra manna. sem staddir eru, þegar kosning fer fram, utan þess
hrepps, þar sem þeir standa á kjörskrá.
Um afdrif flaggmálsins er stuttlega getið hór á undan. En
nefnd sú, sem landsstjórnin skipaði í árslokin 1913, til þess að
koma fram með tillögu um gerð flaggsins. lagði fram álit sitt £