Skírnir - 01.01.1915, Qupperneq 218
Útlendar fréttir.
ÞaS er nú víða farið að tala um stríðið mikla eins og það
stæði einkum milli tveggja þjóða, Englendinga og Þjóðverja. Og
þó eiga þar nú öðrumegin hlut að máli Þ/zkaland og Austurríki
og með þeim Tyrkjaveldi, en hinumegin bandamennirnir, sem svo
eru nefndir: Englendingar, Frakkar og Kússar, og hafa Portugals-
menn tjáð sig hluttakendur í ófriðnum með Er.glendingum, þótt
lítið hafi til þeirra kasta komið, og svo Japanir, sem uotað hafa
tækifærið til þess að taka land af Þjóð?erjum í Kína. Þegar það
var unnið, hættu þeir um hríð, en fóru svo að bekkjast til við
Kína og heimta þar forróttindi, sem öllum Evrópustórveldunum
hlýtur að standa stuggur af, með því að svo virðist sem Japanir
ætli sér einum öll áhrif þar eftirleiðis.
Ofriður þessi er sannkölluð heimsstyrjöld, því hann hefir náð
til alls hius svo kallaða »gamla heims«: Evrópu, Asíu og Afríku,
og til Ameríku og Ástralíu einnig á þann hátt, að frá þeim álfum
báðum hefir Englendingum komið hjálparlið, frá Kanada til hers-
ins, sem með Frökkum berst, og frá Ástralíu hefir her komið til
varnar Egiptalandi gegn Tyrkjum.
Og samt tala nú margir um stríðið eins og það standi eigin-
lega milli Þjóðverja og Englendinga. Það er líka með miklum
rökum hægt að líta svo á. Það, sem um er barist, er þá hvorki
meira nó minna en framtíðarvaldið á hnettinum, hverjir þar eigi
að skipa fyrsta og helzta sætið. Það er valdið á hinum miklu út-
höfum og yfir þeim landflæmum í öðrum heimsálfum, sem menn-
ingin er að leggja undir áhrif sín. England er nú voldugasta
heimsveldið. En Þjóðverjar krefjast réttar til þess að sækja fram
við hlið Englendinga. Um þetta stendur þá stríðið eiginlega. Og
því er það, að í pennastríðinu, sem háð er jafnframt vopnaviður-
-eigninni, er altaf verið að bera saman menningu þessara tveggja
stórþjóða, til þess að byggja á henni rétt þeirra til að útbreiða