Skírnir - 01.01.1915, Síða 222
222
Útlendar fréttir.
um og álfum og berst til þess að vernda það vald, en Þ/zkaland.
er hið n/ja veldi, sem sækir fram á ko3tnað hins og heimtar völd-
unum skift. Þess vegna er það, að nú er svo víða talað um stríðið
eins og það stæði einkum milli Englendinga og Þjóðverja. Frakk-
land er einnig við hlið Englands gamalt heimsveldi, sem víða á
eignir, en er farið að hafa hægara um sig nú á síðari tímum en
áður. Útlendur rithöfundur hefir sagt, að Þjóðverjar væru heims-
þjóð, sem væri að skapast, Englendingar heimsþjóð í fullri starf-
semi og Frakkar heimsþjóð, sem væri að draga sig út úr sam-
kepninni til þess að lifa á rentunum.
En svo er Rússland, hið mikla meginlandsstórveldi, sem tekur
yfir stórt svæði tveggja heimsálfa. Rússar hafa sterkar hvatir til
þess að draga uudir sig n/ landsvæði, og í Asíu eru þeir altaf að
færa út kvíarnar. Hér í Norðurálfunni er það höfuðmein þeirra,
hve ógreiðan aðgang þeir eiga til hafanna, og þetta mundu þeir
fyrst og fremst vilja leiðrótta, er til þess kæmi að þeir ættu að
hafa hagsmuni af þeim ófriði, sem nú geisar. Svíar hafa mjög
óttast að undanförnu ágrng af Rússum, vegna þess, að ef þeir
vildu brjóta sór greiðari braut til hafanna norðan við Evrópu, þá
er Svíþjóð þar mest fyrir, eða Skandínavíuskaginn. En ekkert
hefir komið fram, er bendi á, að Svíþjóð standi hætta af Rússum
nú í stríðinu. Þeir mundu líka frekast kjósa sór umráð yfir sjó-
leiðunum að heiman frá sór, úr Svartahafinu, og suður til Miðjarðar-
hafsins. Rússum hefir lengi leikið mjög hugur á, að ná löndum
Tyrkja á þessu svæði, enda eru nú farnar að ganga sögur um, að
þeir eigi að eignast Konstantínópel að þessum ófriði loknum, og
þá án efa einnig nokkuð af Asíulöndum Tyrkja, en önnur þeirra
ætli Englendingar sér. Það, sem einna mesta eftirtekt vekur nú
sem stendur í stríðinu, er viðureignin í Dardanellasundinu. Her-
floti Englendinga og Frakka sækir nú inn eftir sundinu á vígi
Tyrkja, sem þar eru til varnar á landi báðumegin. Yfir 50 her-
skip sækja þar að og hafa brotið sór braut hór um bil inn í mitt
sundið, en ennþá er ósóð, hvort þeim tekst að brjótast þar í gegn.
En takist það, þá er Konstantínópel í veði.
Út af þessu hafa orðið hreyfingar hjá Balkanþjóðunum. Eng-
lendingar og Frakkar hafa viljað fá Grikki í lið með sér gegn
Tyrkjum, en ekki liefir það orðið enn, enda er sagt að Búlgaría
mundi þá líka lenda inn í stríðinu Þjóðverja megin, eða Tyrkja
megin, því Búlgarar vilja ekki fá Rússa fyrir nábúa í Konstantínó-