Fréttir frá fulltrúaþingi(nu) í Hróarskeldu viðvíkjandi málefnum Íslendinga - 01.01.1843, Blaðsíða 187
187
landinu sjálfu, ef leyft verður aS mæla á danska túngu á
alþíngi, því gjöra má ráb fyrir, ab helmingur þeirra a5
minnsta kosti skilji eigi eitt danskt orö. AS þessu getur
aldrei orSiÖ liagur, en þaÖ lilýtur þvertámóti aÖ særa mjög
tildnning þjóöarinnar og meiða. Ef til vill lieflr engiun
hlutur haldið jafnt vib föðurlandsást Islemlínga sem ást
þeirra á enni auðgu og fögru túngu þeirra, og virðíng
þeirra fyrir henni, og varla mun neitt svíða meir veg-
lyndri þjóð, enn ef skert eru rettindi máls hennar. Eg
hlýt því að fela þingmöiiiiiim mál þetta með allri álúb,
og vil eg enn geta þess, að þó ab embættismannanefndiu
islenzka liafi að öðru leiti mælt einmidt með, að konúngs-
fulltrúa og öðrum mönnum skuli vera heimilt að mæla á
danska túngu, þá hafa henni þó farizt þannveg orb í álits-
skjali sínu, að (íIslendingar liafi mestu mætur á móður-
máli sínu, euda hafi enir beztu málfræðíngar, enn þótt
útlendir væri, vottab einlægliga ágæti þess, sem makligt
er.” Mer sýnist, sem viburkenníng þessi um ást þjóðar-
innar á túngii hennar styðji mjög mál mitt, og hvernig
sem á stendur se' eg eigi, hvaða ltstjórnarreglnr” það eru
sem framsögumanninum hafa þótt svo áriðamiklar, að eigi
mætti fram koma uppástúngu minni; að minnsta kosti er
mbr eigi kunnugt um þá tilhögun eða stjórnarskipun, að
brýn nauðsyn beri til ab mælt se á danska túngu á Is-
lándi. Vera má, að stiptamtmanni eba öbrum embættis-
mönnum dönskum hafi eigi verið skipað híngaðtil að
leggja sig eptir enni íslenzku túngu, en eg vil geta þess
til, stjórninni til sóma og embættismönnum þessum sjálf-
um, ab orsökin til þess se, að gjört hefir verib ráð fyrir
að þeir mundi gjöra það, og það hefir þótt sjálfsagt; og
væri reyndar hryggiligt að þurfa að efast um, að embætt-
ismenn álslandi, er fæddir eru hér í Danmörku, hafi lagt
nokkra stund á túngu landsmanna.
I þriðja breytíngaratkvæði mínu hefi eg stúngið uppá,
að hverr er vildi raætti heyra á það er fram fer á al-
þíngi, og þó það sé eigi enn koraib á hjá oss, þá hefi eg