Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Side 79

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Side 79
ÚTFÖR JÓNS SIGljRÐSSONAR. 79 var öll búin svörtum tjöldum, og sá varla annað í kórnum en altarið og altaristöfiuna og gráturnar. Var það og tjaldað svörtum dúkum og vatið blómsveigum. Prjcdikuuarstóllinn og ljósahjálmarnir var og tjaldað, og sömuleiðis fram með svölunum á loptinu. Öll var kirkjan prýdd ljósum. Meðan fólkið var að komast inn í kirkjuna, var leikið sorgarlag á organið, en er allir voru komnir til sætis, var haf- inn söngur, er svo byrjar: »Beyg knje þín, fólk vors föður- lands». Síðau flutti Hallgrímur dómkirkjuprestur Sveinsson líkræðu. Síðan fluttu þeir Matthías Jochumsson og Pjetur biskup Pjetursson ræður, og voru sungin kvæði í milli og við úthafninguna, er öll hafði ort Matthías; var eitt þeirra sorgar- söngur mjög fjölbreyttur, og stýrði laudshöfðingjafrú Olufa Finsen honum sjálf. Síðan hjelt líkfylgdin í sömu röð til kirkjugarðsins, en áður en kisturnar voru látnar niður í gröfina, mælti Halldór yfiikennari Friðriksson fram kveðju fyrir hönd ísfirðinga; en er kisturnar voru sígnar niður í gröfina, talaði Hallgrímur dómkirkjuprestur Sveinsson nokkur orð, áður en hann varp moldarrekunum á kisturnar; síðan sneri öll líkfylgd- in heim aptur, og var það um kl. 3 e. m. Gröfin var múruð upp úr höggnu grjóti, og vandlega um hana búið; um kveldið var múruð hvelfing yfir hana, ogsleng- urnar af bryggjunni settar yfir hana sem pílárar til bráða- birgða. Kisturnar voru úr eik og með eikarlit, en innan í þeim voru sínkkistur. Þær voru allar þaktar blómsveigum og krönz- um frá vinum þeirra erlendis, og voru nöfn gefandanna á sumurn krönzunum. Á kistu Jóns var pálmaviðarkranz frá stúdentum í Höfn, og lárviðarkranzar frá bókmenntaQelaginu og þjóðvinafjelaginu; svo var og silfurkranz sá frá Islendingum í Höfn, er getið er um í frjettunum í fyrra, og svo annar silf- urkranz með hjartalöguðum skildi innan í frá »Norske Sam- laget» í Noregi. Fylgdi þeim kranzi vinsamlegt brjef á ný- norska tungu frá formönnum fjelagsins, er gáfu kranz þennan; var hann gjörður af mikilli íþrótt. Á skjöldinn voru grafin þessi orð: Fraa meðlimer

x

Fréttir frá Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.