Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1915, Síða 3

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1915, Síða 3
3 meir, er hann styrktist betur, leit hann á heilsubilun sína sem til- hlutun guðlegrar forsjónar og mestu hamingju sér til handa, þar sem þetta gaf honum betra færi á að menta sig en ella mundi hafa orðið, ef hann hefði sífelt orðið að stunda algenga vinnu. Nú kom honum það að góðu haldi hvað hann var orðinn vel að sér. Gat hann nú haft ofan fyrir sér með því að segja til börn- um á vetrum, því að þá var svo komið að ýmsir voru farnir að hugsa meira um mentun barna sinna en var á uppvaxtarárum hans. Á sumrin ferðaðist hann milli kunningja sinna, er orðnir voru margir, og var hann alstaðar velkominn. Þetta var honum þó ekki nóg. Hann vildi starfa eitthvað meira, og barnakenslan ein var honum líka ónóg atvinna. Þá varð það honum til happs, að »Hið íslenzka fornleifafélag« þurfti á manni að halda til fornleifarannsókna í stað Sigurðar Vig- fússonar, er lengi hafði haft það starf á hendi, en nú var dáinn (1892). Var þá Brynjúlfur tekinn í stað hans, enda hafði hann áður kynt sig að áhuga í þesskonar fræðum, og jafnvel ritað fornfræðis- ritgerðir, er komið höfðu á prent: Um »þriöjungamót í Rangárþingi og Árnesþingi* i Tímarit Jóns Péturssonar 1869 og 1870; var það lians fyrsta ritgerð, er út kom. Qm »Þjórsárdal« hafði hann ritað í Árbók Fornleifafélagsins 1886. Var hann lengi í þjónustu félagsins, og ferðaðist fyrir það um mikinn hluta landsins, til þess að rann- saka fornleifar og safna forngripum fyrir Forngripasafnið. Á Aust- firði og Vestflrði mun hann þó ekki hafa komið. Einkennilegt fyrir ferðalag hans var það, að hann reið alt af einhesta og fet fyrir fet, og oftast var hann einn, hvort sem fara þurfti yfir vötn eða fjall- vegi. Þessum ferðum hélt hann áfram sumar eftir sumar alt fram undir síðustu ár sín, er hann var farinn að stirðna til ferðalaga. Þó hélt hann áfram að fást við þesskonar efni með því að skrásetja fornleifar. Þessi afskifti Brynjúlfs af fornfrœðum mátti kalla að yrði aðal-æflstarf hans, og sjálfsagt einna merkasti þátturinn í æfisögu hans. Rannsóknir hans á sögustöðvunum voru reyndar víða ekki mjög nákvæmar né rækilegar, enda mun hann hafa brostið nægilegt fé til nákvæmra rannsókna. Samanburður hans við fornsögumar, er hann var mjög vel heima í, er sjálfsagt allmikils virði, og á hinum mörgu skarplegu tilgátum hans er efalaust talsvert að græða. Skýrslur hans um þessi efni er og víðast mjög ljósar og greini- legar. En þar sem eg þykist vita að ritað verði um þessi störf af miklu færari manni fer eg ekki um það fleiri orðum. Það var bý3na margt annað, sem Brynjúlfur fékst við um æfina en það, sem hér heflr verið minst, og skal hér drepið á það helzta. r
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.