Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1915, Page 4

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1915, Page 4
4 Er þá fyrst að nefna lcveðskapinn, er mun hafa verið eitt hið allra fyrsta viðfangsefni hans. Þegar á 10. ári tók hann að yrkja, en fremur var það barnalegt, sem búast er við. Smám saman fór honum þó fram með það. Fyrst var það þó er hann hafði náð full- orðins aldri, að hann var orðinn leikinn í þvi að yrkja rétt og létt. Árið 1889 kom út úrval af Tcvœðum þeim, er hann hafði ort fram að þeim tíma. Var kvæðum þessum vel tekið, enda eru þau yfir- leitt vel kveðin, létt og ljós og með heilbrigðum lífsskoðunum. Nokkru síðar (1892) komu út Söguljóð eftir hann um Guðrúnu Osvíf- ursdóttur. Er þar reynt að skýra skaplyndi hennar og rekja ræt- urnar að ýmsum æfiatriðum hennar. Hefir það sjálfsagt tekist að mestu. En kvæði þessi þóttu nokkuð þur og voru bragðdaufari en sagan sjálf, sem efnið er tekið úr (Laxdæla saga). Auk þessa orti hann mikinn fjölda af smákvæðum. Eru það mest tœkifœrisljóð, einkum erfiljóð, er hann gerði flest eftir beiðni aðstandenda hinna látnu, en hann gat engum manni synjað bænheyrslu, sízt þegar svo stóð á. Öll voru kvæði þessi vel hugsuð, lipur og lagleg, en mörg hvert öðru lík. Fæst þeirra munu og hafa mikið skáldskapargildi. En þau hafa þó vissulega verið þarfari en rnörg skáldlegri kvæði, og hafa þau eflaust náð tilgangi sínum: að vera syrgjandi mönnum til hughreystingar. Fæst af ljóðum þessum eru prentuð. — Einnig orti hann nokkra sálma, bæði fyr og síðar. Eru sumir þeirra prentaðir í sálmabókunum frá 1871 og 1886. — Mörg ljóðmæli þýddi hann úr málum þeim, er hann skildi, og hefir sumt af þeim verið prentað hér og hvar í blöðum og tímaritum. Brynjúlfur hélt áfram að yrkja alt til dauðadags, einkum tækifærisljóð, og svo að þýða þegar svo bar undir. Aldrei gerði Brynjúlfur rnikið úr kveðskap sínum, og minna en vert var. Brynjúlfur var engu síður hneigður til heimspeki en kveðskapar. Litla sem enga heimspekilega mentun hafði hann fengið, og er hætt við því, að heimspekilega mentuðum mönnum þyki lítils vert um það, sem hann hefir ritað af því tagi, og það því fremur sem honum hætti við að blanda heimspekislegri rökleiðslu saman við ýmsa aðra speki, svo sem dulspeki, eða þá skáldskap. Á takmörk- um skáldskapar og heimspeki eru sum kvæði hans. Eru smákvæði hans, sem þess efnis eru, einstæð í íslenzkum kveðskap. Eitt langt kvæði hefir hann ort heimspekislegs efnis. Það er kvæðið »Skugg- sjá og ráðgáta eða hugmynd um guð og verk hans, dregin af til- svörun hins einstaka til hins gjörvalla«. Þetta kvæði orti hann á yngri árum sínum og kom það út 1875. Það vakti talsverða eftir- tekt bæði hjá alþýðumönnum og ýmsum mentamönnum, og þótti

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.