Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1915, Side 14

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1915, Side 14
14 einkennilegu jarðhúsum eða hellum, og lét Brynjúlfur þá hugmynd sína í Ijósi, »að þeir kunni, ef til vill, að vera eftir papa, eða hina írsku menn, sem hjer voru fyrri en vorir norrænu feður«. Sumarið eftir, 1902, fór Brynjúlfur um Reykjanesskaga og þar í grend og safnaði ýmsum fróðleik um eyðibýli og aðrar fornleifar, en hér um slóðir eru fáir sögustaðir; sbr. Arb. 1903. Næsta sumar fór hann um Mýrasýslu og komu athuganir hans um þingstaðina þar fornu og ýms forn eyðibýli o. fl. í Árb. 1904. I henni birti hann og nokkrar smáskýrslur um fornleifafundi hér og þar, er hann hafði spurt til. í þeirri sömu Árb. birtist ennfremur stutt skýrsla um framkvæmdir félagsiris á þeim 25 árum, er það þá hafði til verið, og er þar vitanlega lítið yfirlit yfir rannsóknir Brynjúlfs fyrir fé- lagið. Eftir tilmælum félagsstjórnarinnar samdi Brynjúlfur á þessu afmælisári félagsins allýtarlegt registur yfir Árb. félagsins fyrir þessi fyrstu 25 ár þess og vann hann þar mjög gagnlegt verk fyrir alla þá er vilja nota hinar fjölmörgu og dreifðu upplýsingar, er þær hafa að geyma um sögustaði, fornleifar o. fi. Registrið kom út 2 árum síðar. Sumarið 1904 fór Brynjúlfur enn um Árnesþing og næsta Árb. 1905 flutti allmikla ritgjörð eftir iiann um ýmislegt þar, einkum í sambandi við frásagnir í Lnb. Er sú ritgjörð með þeim merkari, sem eftir Brynjúlf eru í Árb. I þessari Árb. var og greinarkorn um hella, og hafði hann nú fundið nokkur örnefni o. fl. er styrktu »papa-hugmynd« hans1). Sumarið 1905 fór Brynjólfur norður í Suður-Þingeyjarsýslu í annað sinn og athugaði Þingey og safnaði skýrslum um eyðibýli í afdölum Fnjóskadals. I sömu ferð athugaði hann og margt um Eyjafjarðar- og Skagafjarðar-sýslur og þingstað- inn á Þingeyrum. Komu skýrslur um þetta alt og ýmsa fornleifa- fundi í næstu Árb., 1906. Það ár fór Brynjúlfur út í Vestmanna- eyjar og athugaði Heimaey í sambandi við það er sagt er í Lnb. um fyrstu bygð þar; ennfremur viðvíkjandi kirkjum þar og Tyrkja- ráninu. Samsumars fór hann og inn á Þórsmörk, gerði þar athug- anir í sambandi við Kjálu, skoðaði þar fornar býlisleifar o. fl. Komu ritgerðir um þessar athuganir allar, fornleifafundi hingað og þangað o. fl. í Árb. 1907. Á ársfundi sínum þetta ár, 1906, gerði félagið Brynjúlf að heiðursfélaga sínum (17. des.), enda hafði hann þá starfað dyggilega í þess þarfir og fyrir lítið kaup í 14 ár. Næsta sumar, 1907, fór Brynjúlfur um Gullbringu- og Kjósarsýslur, *) Einar sýalum. Benediktsson virtist álita pað áreiðanlega vist, að liellar pessir eystra væru „irahýli11; shr. Ejallkonuna XXII, 41—42. Mál þetta þarf frekari rannsókna við og einkum samanhurðar við hin fornu, írsku jarðhús (tech talman).

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.