Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1915, Side 24

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1915, Side 24
Elztu drykkjarhornin í Þjóðmenningarsafninu. Eins og getið var um í leiðarvísinum um Þjóðmenjasafnið, á Þjóðmenningarsafnið allmörg drj7kkjarhorn, en fiest eru þau frá 18. öldinni, brennivínshorn með trébotni og tinstút; var helt og drukkið úr þeim eins og úr flöskum. En safnið á 3 horn eldri, öll útskorin, og má sjá á útskurðinum, að þau hafa i fyrstu verið lokuð í stikil- inn og opin i víðari endann; heflr þeim verið breytt síðar, trébotn settur í viðari endann og gat borað upp úr stiklinum. Leiddi þessi umbreyting á hornunum vitanlega af breytingu á notkun þeirra. Aður drukku menn vin, mjöð og öl af þeim, og þótti sjálfsagt að drekka út í einu (einskæla), en á 17. og einkum 18. öldinni fóru menn að drekka brennivín og þá varð hentugra að hafa hornin með botni og stút. Hér yrði óþarft og oflangt mál að rita um íslenzk drykkjar- horn yfirleitt; þau eru til allmörg ennþá og flest i þjóðmenjasafni Dana (Nationalmuseet 2. afd.) og heflr Jörgen Olrik lýst þeim í bók sinni Drikkehorn og Sölvtöj; telur hann upp 16 horn, er séu til safnsins komin og verið hafi áður á Islandi; eru 4, að hans skoðun, frá mið- öldunum, en af þeim eru 2 sýnilega norsk að uppruna, en hin tvö eru hrútshorn, bæði eins að kalla; annað norska hornið og hrúts- hornin færði Raben stiftamtmaður »Kunstkammeret« í Kaupmanna- höfn 1720 og voru það minnishorn frá Skálholti, sem Jón byskup Vídalín hafði látið hann fál). Auk þessara 16 horna getur Olrik um í bók sinni 3—4 önnur íslenzk drykkjarhorn í Danmörku; eitt þeirra gaf Pjetur Griffenfeld ráðhúsinu í Kaupmannahöfn, en nú er það á Rosenborg; hin eru á herragörðunum Aalholm og Bækkeskov (sbr. bls. 10)a). Er það einkennilegt við flestöll alíslenzk drykkjar- horn, að þau eru mjög útskorin að utan, en það virðist ekki hafa verið alsiða erlendis að prýða hornin með útskurði. öll þau íslenzk ') Sbr. ævis. Jóns ÞorkelssoDar, I., bls. 9—13 (mngr.). *) Eitt virðist og vera á safninu í Odense.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.