Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1915, Síða 25

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1915, Síða 25
25 horn, er Olrik getur um, hafa upprunalega verið opin í víðari end- ann, en sumum hefir síðar verið breytt. Áður en lýst verður hér þeim þrem hornum, er hér eru elzt í safninu, verður til skýriugar á því, að tvö þeirra eru, eins og raunar mörg önnur gömul drykkjarhorn, prýdd heilögum myndum, nokkuð rætt um notkun þessara drykkjarhorna, til þess að mönnum skiljist betur hve eðlilegur þessi siður var fyrir þeirrar tiðar menn, er liornin voru skorin út, þótt sumum bindindisprédikurum kunni nú að þykja hann ganga guðlasti næst. í heiðni voru haldnar blótveizlur í hofunum. Snorri Sturluson segir i Hákonar sögu góða, 14. kap.1) frá þvi, og heflr sjálfsagt haft við gamlar sagnir að styðjast, að í þessum blótveizlum skyldi drekka full guðanna, Oðins, Njarðar, Freys og stundum Braga; ennfremur framliðinna ástvina, og voru það minni kölluð. Er kristni var upp tekin drukku menn framvegis minni hins þrieina guðs og heilagra manna, guðs föður, Krists, heilags anda, Maríu meyjar, Marteins erkibyskups, Ólafs konungs helga o. fl., og eðlilega drukku menn framvegis minni ýmsra manna annara, er mönnum voru kærir. í Árb. 1913, bls. 70—73 er sagt frá Marteini byskupi, hvílíkur höfuð- dýrlingur hann var, og er enn meðal katólskra manna. Var því eðlilegt að hans minni væri drukkið, en til þess var þó alveg sjer- stök ástæða, bein ósk dýrlingsins er hann vitraðis Ólafi konungi Tryggvasyni og mæltist til þess að hann léti nefna sig til minna með guði og hans helgum mönnum og þóttist konungur játa því*). Fyrir þessum minnum voru fluttar ræður, er virðast hafa, á siðari öldum að minsta kosti, haft viðtekið orðalag, eins konar fastákveðnir formálar eða forsagnir, og skyldi siðamaðurinn í veizlunni mæla þá af munni fram, og auk þess var sungið fyrir hverju minni. Eink- um voru þessi minni drukkin í brúðkaupsveizlum og eru til í hand- ritasöfnum Landsbs., J. Sig. og Árna Magn., nokkrar brúðkaupssiða- bækur og minnaforsagnir. Elzt er af þeim skinnhdr. í safni Á. M. 685 4to. frá því um 1500. Um minnisdrykkjuruar og aðra brúð- kaupssiði frá 16. og 17. öld heflr Sæmundur kand. Eyjólfsson ritað i Tímarit Bókmfél., XVII. árg., bls. 92 o. s. frv., og eru teknar margar af minnaforsögnunum upp i þá ritgjörð* * 8). Nægir að vísa til þeirra forsagna, svo að mönnum geti skilist myndagerðin á hornun- *) Noregs kon. s., útg. F. J., I. bls. 187. *) 8br. Ól. s. Trs., k. 141, Fms. I., bls. 280. 8) Sbr. og skýrslu Niels Kier's og Jens Spendrnps, dags. 4. ág. 1722, um það til hvers minnishornin i Skálholti hafi höfð verið; Ævis. Jóns Þorkelssonar, I. bl». 11—12 (nmgr.). 4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.